Kirkjublaðið - 24.12.1891, Page 4

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Page 4
100 Frelsarinn Jesús er fæddur á jörð; frelsarinn glataðri líknaði lijörð; frelsarans komu nú fagni vor önd; frelsarans lof hljómi’ um öll lönd. Fagnaðartár skyldum fella af brá; fagnandi raust hljómi vörunum á; fagnandi hjörtu í fagnandi barm fagnandi stöðvi nú hvern harm. Dýrð sjeþjer, elskaði Drottinn Guð minn; / dýrð sje þjcr, hjartkæri lífgjafarinn; dýrð sje þjer táranna dimmum í dal; dýrð sje þjer eilíf í ljóss sal. G. G. „Kátt er á jólunum “ Engin hátíð er meiri fagnaðarhátíð en jólahátíðin. Hún er móðir alira annara hátíða, því hún er haldin í minningu þess, sem er upphaf hins mikla gleðiboðskap- ar, — í minningu þess, að frelsari mannanna fæddist í heiminn. A engri hátíð er eins mikið um dýrðir og á jólunum. Allir fagna komu jólanna, og allir kosta kapps um að hafa þá svo mikla viðhöfn og svo mikinn fögnuð, sem föng eru á. En einkum eru það börnin, sem hlakka mjög tii jólanna. »Kátt er á jóíunum; — koma þau senn,» segja börnin þegar jólin nálgast. Löngu, löngu áður en jólin koma spyrja börnin hvort nú sje langt til jólanna, og ef illa liggur á þeim, þegar jólin eru í nánd, þarf opt eigi annað en kveða við þau þessa gömlu vísu: »Það skal gefa börnum brauð, að bita í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum, væna flls af feitum sauð, er fjalla gekk á hólunum.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.