Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 12
108 gjöri jeg það, svarar hann. Þá breiðir skipið út segl sín og segir við vindinn: Hertu þig, vini minum livsrur á, hann langar heim í höfn sina. Og iárnið glóðheitt fyrir aflinum segir við smiðinn: elskar þú mig? Þú þarft ekki að spyrja að því, svarar smiðurinn, og fer að reka það; og hið harða, sterka járn, beygir sig eins og mjúk tág í höndum hans. Filippus sat dag einn geispandi vfxr lærdómsbókinni sinni. Þá spurði hún hann: eiskar þú mig? Það fer fíarri því, svaraði Filippus. Þá fóru allir bókstafirnir að dansa fyrir augum hans eins og mý i sólskini, og hann geispaði og geispaði burt alla æsku sina. Aptur sat fátækur smalapiltur um kveld í skósri og horfði á stjörnurnar. Þá kom rödd til hans frá hinum blíðu himinljósum og sagði: eiskar þú oss? Já, sagði drengurinn. jeg hef eslkað vður frá því jeg man fvrst eptir. Farðu bá í skólann þarna í bænum, söxrðu stiörn- urnar, og biddu um að lofa bmr að iæra allt sem bú þarft. Drengurinn fór og starfaði á daginn, en á kvöldin sat hann einn ogtalaði við stiörnurnar, en enginn skildi hvað hann talaði. Hvað sögðu þær honum ? Enginn veit það. En það verður eitthvað úr honum, drengnum þeim. Voldugur konungur situr i hásæti. og hann spvr landið: elskar þú mig? Já, svarar landið; þú veiztþað, að jeg sýni þjer trúnað; hef jeg ekki lengi sýnt það? Og aptur segir landið við konunginn: Elskar þú mig? Já, svarar hann: það er skvlda mín, og mjer er það sómi, jeg hef líka, sýnt það. Og land og konungur lifa í friði, í gleði og sorg og áhyggjum lífsins. En þessi sama spurning stigur hærra og hærra og staðnæmist ekki fyr en við hásæti hins almáttug Guðs. Elskar þú mig? segir heimurinn við Guð, og öll tilver- an—rnenn, dýr, jurtir, steinar, stjörnur og himnar—ljúka upp munni sínum og spvrja: herra, elskar þú oss? Þá svarar Guð með sínu heilaga orði og öllum velgjörðum sínum: Vitið þið ekki, að jeg elskaði ykkur áður en heimurinn var skapaður, og að allt sköpunarverkið er kærleiksverk mitt? Hef jeg ekki verndað ykkur, varð- veitt og haldið ykkur við frá upphafi tímans? Þið hafið syndgað og hryggt föður ykkar á himnum, og þó hefur faðir ykkar gefið vkkur frelsara, sem hefur fæðst oglif- að, pínzt og dáið fvrir syndir ykkar, og þó hefur guð ykkar heitið ykkur eilífu lífi fvrir trúna á hans orð, ef þið snúið ykkur til hans í allri nevð ykkar. Hví skyldi jeg ekki elska ykkur, fátæku vesaíings börnin mín ! Já, já kveða við allar lxeimsins raddir, sjá, herra vor og Guð

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.