Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 5
101 Nú er hún gamla Grýla dauð; gafst hún upp á rólunum.« Dagana fvrir jólin hafa allir nóg að starfa, að búa allt sem bezt undir hátiðahaldið. Þá er allur bærinn þveginn og öll húsgöngn, og allur fatnaður. I gamla daga var miklu minna fengizt við þvotta en nú á tím- um. Það var eigi sjaldgæft, að bærinn var sjaldan eða aldrei þveginn nema fvrir jólin, — en þá þótti sjálfsagt að gjöra það. Sumir ganilir menn vildu aldrei láta þvo askinn sinn. nema fvrir jólin. Þeir trúðu því, að það spillti auðsæld þeirra, ef askurinn væri þveginn; kölluðu þeir það, að »þvo af ftjer a,uðinn«. En ávallt ljetu þeir þvo askinn fyrir iólin, bví það þótti óhæfa að eta úr ó- þvegnum aski á svo dýrðlesri hátíð sem jólahátíðin er. Opt voru menn i sömu flíkinni allt árið, og ljetu aldrei þvo hana nema fvrir jólin, en það þótti ósæmilegt, að nokkur hlutur væri óþveginn á jólunum; — þá varð allt að vera hreint'. Einu sinni var kerling, sem hafði geng- ið með sama faldinn á hverjum degi allt árið og aldrei þvegið hann. En þegar hún sauð hangikjötið til jól- anna, tók hún sig til og þvoði faldinn upp úr hangi- kjötssoðinu, þurrkaði hann síðan, og setti hann svo upp á jólunum. Þegar karlinn, bóndi hennar, sá hana með faldinn nýþveginn, sagði haiin: »Já, já! Mjer þvkir þú vera farin að halda þjer til, kelli mín! — Satt er það, einatt er munur að sjáþað, sem hreint er.« Nokkrufyr- ir jólin eru jólakertin steypt. A Þorláksmessu er soðið hangikjöt til jólanna. Þá er og góður og gamall siður í sVeitinni, að gjöra ósköpin öll af lummum fyrir jólin. Það er og gatnall siður að skera kind á aðfangadaginn, til þess að fólkið skuli fá nýtt kjöt á jólanóttina. Er venjulega valinn til þess feit og fönguleg ær, og kölluð »jólaærin«. Einkum eru allir mjög önnum kafnir sjálfan að- fangadaginn. Allt þarf að vera undirbúið áður en hátíð- in kemur. Fyrir dagsetur verða allir að hafa þvegið sjer og kembt hár sitt. Þá verða og allir að hafa klæðst sínum bezta búningi. Þegar rökkva tekur fara klukk- urnar að hljóma við hverja kirkju, og kalla til aptan-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.