Kirkjublaðið - 24.12.1891, Page 3

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Page 3
99 fararbroddi hátíðardaganna í kristilegri kirkju, svo sem hún má og með rjettu nefnast móðir þeirra allra. Hve unaðsamlega hljóma enn í dag raddir þessarar hátíðar í hjörtum vorum og vísa oss til þess, að óendilegur kærleikur hljóti að ala önn fyrir oss, og vjer að vera til mikils ætlaðir, þar sem svo mikil tíðindi hafa gjörzt á jörðinni fyrir vorar sakir. Veri þá og enn á þessu ári þessi hátíð blessuð og beri oss úr sínu skauti sínar dásemdir og leynda dóma, svo að oss sje nú hátíðarhugur í brjósti á þessari stund og hinar heilsusamlegu menjar hátíðar- innar nái að verða eptir hjá oss lifandi og ferskar á komandi dögum. Það sem þessi hátíð hefur að flytja, það er að vísu hið gamla, hið alkunna fagnaðarerindi. Það sem oss verður nú kunngjört það eru gömul tíðindi af þeim atburðum, er vjer hötum margopt áður heyrt sögur af. En liver skyldi þó eigi fagna æ af nýju þessum boðskap, þessu hátíðahaldi, þessum jarteiknum fagnaðarins og kærleikans, sem jólahátíðin leiðir í ljós? Hver skyldi geta of opt, já nógu opt, fengið að heyra þann leyndardóm guðrækninnar. Guð er opinberaður í holdinu. Hjá hverjum skyldi eigi slíkur boðskapur í hvert sinn, sem hans er minnst, verða að slá hina dýpstu hjartastrengi. Svo viljum vjer þá enn hverfa að hinu gamla, að hinu alkunna lofsöngsefni jólanna oss til nýrrar unaðssemdar og sálubótar............ Jólasálmur. Hátíð Krists fæðingar höldum nú vjer, hátíð Guðs miskunnar runnin nú er, hátíð sem engla er haldin af róm, hátíð um skínandi lífsblóm. Hátíðar söngurinn hljómi nú skær; hátíðar lofsöngur Jesú er kær; hátíðar gleðin sje hjartnanna ljós; hátíðar gesturinn vort hrós.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.