Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 15
111 orðin í huganum hvort um sig: Okkur heyrir Ouðs ríki til. Og börnin fengu meira að heyra og reyna. Jesús horfir á hinn fríða barnahóp með gleðisvip og postul- arnir amast eigi lengur við þeim, það kemur líka á- nægjusvipur á þá, þeir eiga sumir hverjir eða fiestir smátt fólk á líku reki heima í fiskikofunum norður við Gene-zaret. Núna í vorblíðunni eru börnin þeirra sjálfra víst að leika sjer niðri í sandi, það er svo gott að fara í feluleik undir bátunum, þegar þeir eru á hvolfi. Já, blessuðum börnunum mínum, hugsa postularnir, heyrir líka Guðs ríki til, og þeir hugsa tii heimferðarinuar eptir páskana, — eptir páskana — og sorgarskugga bregður yfir andlitin, hvað hafði meistari þeirra eigi sagt þeim ný- skeð, — og allir líta þeir til hans; en hann stóð brosandi í miðjum barnahópnum, hljóður á meðan þau voru að koma sjer fyrir, og svo tók hann til máls og sagði: »Sannlega segi jeg yður, hver sem ekki meðtékur Guðs rílci eins og bcirn, mun aldrei þangað koma«. Skiljið þið þetta, börnin góð? Jeg skal ekki segja hve vel þau hafa skiliö það, börnin í landsbyggðum Júdeu fyrir handan Jórdan — postularnir skildu það, altjend seinna —, en það skildist börnunum, sem þarna stóðu í kring um frelsarann, að maðurinn, sem talaði við þau og um þau, var betri en allir menn, sem þau nokk- urn tíina höfðu sjeð eða heyrt, þetta var óendilega góð- ur maður, sem þau elskuðu út af Jlfinu, og þau vildu fúsiega hlýða honum og allt fyrir hann gjöra. Og þetta er bezti skilningurinn enn, þann dag í dag, börnin góð, bæði fyrir smáa og stóra. En svo vitið þið líka meira, að góði maðurinn, sem við börnin talaði, er frelsari ykk- ar, Jesús Kristur, Drottinn vor á himnum. Allir þurfa að verða eins og börn til þess, að kom- ast inn í Guðs ríki, til þess að geta orðið Guðs börn, fyrst hjer í tímanum og annars heims í eilífðinni. Börn- in eru fyrirmyndin. Eða, snúum því dálítið við og segj- urn: Það er barnslundin, sem er fyrirmyndin upp á Guðs barna lundernið. Og hvað er bezt í barnslund- inni? Sakleysið? — Sakleysið á varla skylt við lund- ina, sakleysið óreynda er óskrifað spjald. Lundin vill, elskar, lifir. Nei, bezt í barnslundinni er trúnaðartraust- ið til foreldranna. Eaðir og móðir eru hvort um sig, og bæði til samans, alveg forsjón hins unga barns. Allt fá þau að vita, alít eiga þau að bæta, í faðmi rnóður og föður stilla börnin allan sinn harm, alls góðs vænta börn- in sjer hjá þeim, fyrir öllu hafa foreldrarnir að sjá og allt eiga börnin þeim að þakka. Það er kærleikstraust- ið takmarkalaust, óskipt, alhuga, sem gjörir barnslund-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.