Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 13
109 er fullur af kærleika, náð og miskunnsemi. Enginn elsk- ar sem hann. En Guðs rödd kemur til mannanna í þrumuhljóðinu og í vindbiænum og í eigin samvizku vorri, og þrýstir gegnum rnerg og bein á oss þessari spurningu: elskar þú mig? Hverju eigum vjer að svara ? Vjer hljótum aðlíta til jarðar, falla á knje og segja: Herra, víst ættumvjer að eiska þig um fram allt og alla æíi hlýða vilja þínum. En þú veizt, að vjer erum fátæk, syndug börn, og að vjer gleymum opt kærleik þínum. Miskunna þú oss vegna Jesú Krists, og gef oss þinn heilaga anda, svo að vjer lærum daglega betur og betur að elska þig, þjóna þjer og lofa þig. Þá segir Drottinn: Ef þið eruð börn mín, og ef þið elskið mig af hjarta, þá elskið hverjir aðra mín vegna. Hvernig er það hægt að elska Guð, en hata bróð- ur sinn? Z. TOPELIUS. (Lauslega hefur þýtt úr sænsku skólakennari Jóhannes Sig- fússon). G-leðileg* jól. -&- Gleðileg jól! Guðs kærleikssól ljúki upp hjarta vors hliði, himneskri gleði og friði. Gleðileg jól! Guðs kærleikssól skært, livar sein skuggi’ er í hjarta, skín með ljósinu bjarta. Gleðileg jól! Guðs kærleikssól kveyki, ef kuldi’ er í hjarta, kærleik með ljósinu bjarta. Gleðileg jól! Guðs kærleikssól auðgi nú andlega snauða, upp veki lifandi dauða.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.