Kirkjublaðið - 01.11.1892, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Blaðsíða 1
handa íslenzkri alþýðu. II. RBYKJAVÍK, XÓYEMBIÍ. 1892. 13. Friðþægingar-sálmur. Eptir sjera Gunnar heitinn Gunnarsson. Krýp eg nú að krossi þínum, Kristur Jesú, Drottinn minn! hlaðinn ótal eymdum minum undir krossinn flý eg þinn, þar að friða særða sál, sárra harma slökkva bál, brot mín Guði bijúgur játa, bresti mína og syndir gráta. Drottinn Jesú, athvarf á eg ekkert nema krossinn þinn; undir lionum einum má eg andann hrellda friða minn. An hans mundi allt mitt ráð eymd og glötun vera háð; án hans væri’ eg harmi hrelldur, hræðilegum píslum seldur. Broddinn þeirrar beisku pínu brauztu, herra Jesú minn! hels í stríði þegar þínu þungann synda barstu minn; bætti fyrir brotin mín blessuð guðdóms náðin þín;

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.