Kirkjublaðið - 01.11.1892, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Blaðsíða 12
204 orð leikm., en »umfram allt gjöra dýrðlegan krapt endur- lausnarinnar«, eins og prestur við Eyjafjörð skrifar í ný- fengnu brjefi. I síðasta hirðisávarpi lagði biskup yngsta presti landsins innilega á hjarta, að halda fast við prje- dikunina »um Krist og hann krossfestan«. Það verður fyrst og síðast að vera innihald kristilegrar prjedikunar. Jeg kann að hafa misskilið leikm., og finnist honum rjettri hugsun hallað, bið jeg hann velvirðingar á þvi, og ljæ honum rúm til leiðrjettingar. Þetta mál, sem reyndar snertir efni, en eigi aðferð kristilegrar prjedikunar, verður aldrei rætt of-rækilega í Kbl. —---------------- Veraldleg störf presta. Það eru farnar að heyrast raddir í þá átt, að nauð- synlegt sje að losa presta við öll veraldleg störf, svo þeir geti gefið sig eingöngu við því að stunda embætti sitt: mörg embættisstörf þeirra útheimti nfl. ræðuhöld, en ræð- ur þurfi undirbúning og umhugsun til þess þær geti orðið uppbyggilegar, og það því fremur, sem vaxandi menntun alþýðu gjöri æ hærri kröfur til þeirra. Þetta út af fyrir sig er nú gott og eðlilegt; en það er ekki nema önnur hliðin á málinu. Um hina er ekki minna vert. Hver er köllun prestsins í raun og veru? Vissulega sú, að vera nálusorgari safnaðar síns. Og verk sálusorgarans er, að leiða hugarfar marina og hegðun á vegi Krists. Til að geta það, þarf presturinn, eins og kristniboð- inn, að vera í sömu stöðu og þeir, sem hann á að leiða, svo hann geti sýnt, hvernig á að leitast við að stunda þá stöðu kristilega, taka kristilega þeim ýtnsu erviðleik- um, sem af henni geta leitt, haga sjer kristilega í sam- vinnunni við meðbræðurna, og í einu orði, sýnt hvernig það, sem hann kennir í ræðum sínum, tekur sig út í fram- kvæmdinni. Með þessu móti hefir presturinn tækifæri til að ávinna sjer elsku og traust safnaðar síns; en það er skilyrðið fyrir því, aö ræður hans nái tilgangi sinum. Þegar það

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.