Kirkjublaðið - 01.04.1893, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Síða 5
69 verður að orði: »Fögur er myndin. Allt lagði hann í sölurnar fyrir aðra, ekkert nema mildin og manngæzk- an. — En svo er og hitt til, að þú þekkir Jesú af per- sónulegri kynningu. Þá slær þú upp bókinni og segir: »Þetta er Jesús, sem dó fyrir sálu mína. Þetta er Jesús, frelsari minn. 0! hann er dýrðlegastur allra, hann er injer eitt og allt. Jesús, blessaður og vegsamaður um aldir alda«. Þá er meira við lesturinn en hyggjan köld, þá lestu fyrst af allri þinni sálu. — Les þú biflíuna svona?— Er Jesús þjer sem ókunnur, eða er hann vinur þinn? ... Hjónin. (Dæmisaga). Einu sinni voru hjón nokkur. Þau voru nokkuð við aldur, þá er þessi saga gjörðist, en þó eigi eldri en svo, að þau áttu börn í ómegð. Svo er sagt, að framan af hjúskaparárum þeirra hafi konan verið býsna ráðrík og kúgað bónda sinn, enda þótti henni ekki af veita að halda honum í skefjum, þar eð hann var fremur uppivöðslusam- ur með köflum; neytti konan þess, að hún hafði andlega yflrburði yflr hann og var miklu betur að sjer. Þótti mörgum þá konan misbeita yfirburðum sínum, og leika bónda sinn of hart, þvi að hann var vinsæll maður og góður drengur í mörgu, þótt haun væri óeirinn og uppi- vöðslusamur. En einn góðan veðurdag tók bóndi sig til og varp af sjer oki konu sinnar. Neytti hann nú líkamlegs afls- munar og beitti við hana öllu meiri hörku en hún hafði nokkurn tíma sýnt honum áður. Áður hafði konan haft öll innanbæjarráð ogjafnvel hlutast til um ýms útiverk og aðdrætti. En nú tók bóndinn að sjer eigi að eins forráð utanhúss, heldur einnig mestöll innanbæjar-forráð. Hann tók alla lykla af konu sinni og tók allan lieimilisforða undir sína umsjá. Skammtaði hann konu sinni úr hnefa það er hún þurfti að hafa handa sjer og börnunum. Sjálf- ur lifði hann óspart með fáeinum uppáhaldsbörnum sín- um; en konan og flest börnin fengu af skornum skammti

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.