Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 10
74
Iíjer heflr sjera V. B. gleymt orðunum: »svo mjög«, en
það heflr eigi minnstu þýðingu fyrir röksemdafærslu hans,
og má eins kenna mjer um það, því að jeg hefði skotið
orðunum inn í tilvitnunina, hefði jegathugað þágleymsku
við prófarkalesturinn, Um þessi orð leikm. athugar sjera
V. B. að þau sjeu sönn, eins og þau hljóða; en skyldi
það liggja í þeim, að prjedikunin ætti að yfirgefa grund-
völl heilagrar ritningar, og halda sjer að eins við opin-
berun ö-uðs í náttúrunni, þá segir hann síðasti grein sinni:
»burt með slíka skoðun«. Sjera V.B.segir aðeins »skyldi«,
og leikm.átti kost á að skýra þessiorðsín í Kbl. og gjörði það
líka í næsta tölublaði. Hvernig Fjallk.höf. getur þá komið
með annað eins og það, að »orð sjera V. B. verði að álitast
töluð í fólsku», og að hann viðhafi »hvatskeytleg þótta-
orð«, er mjer hreinasta ráðgáta, og þetta »kaldranalega«
og hrokafulla svar« allra siðast í grein sjera V. B. er
að orðfærinutilbara tekið eptir niðurlaginu á grein leikm.
Það er að glíma við skugga að svara þessari »ádrepu«
til sjera V. B., hún er svo undarlega fjarri öllum sanni.
Viljinn leynir gjer eigi hjá höf., að vekja hjá alþýðu
kala til prestanna, og koma inn hjá henni þeirri ramm-
skökku skoðun, að þeir unni henni eigi orðfrelsis í kirkju-
málum. Hvortveggja mistekst gjörsamlega.
Síðari hluti Fjallk.greinarinnar er ádrepa til sjera
Sigurðar Stefánssonar í Vigur. í «Þjóðviljanum unga«
var snemrna í vetur þýdd grein eptir Björnstjerne Björn
son um trúarbragðakennslu, og reit sjera Sigurður i mót
þeirri grein og þess geldur hann nú hjá Fjallk.höf. Það
er reyndar hálfbroslegt að vera að bera sig upp
undan því fyrir hönd íslenzkrar alþýðu, þó að sveitaprest-
ur úti á Islandi andmæli þýddri grein eptir heimsskáld-
ið Björnstjerne Björnson, en sleppum því.
Jeg get skilið í þessum síðari hluta Fjallk.greinar-
innar, ekki af því að sjera Sigurður eigi nokkra ádrepu
skilið fyrir grein sína í Þjóðviljanum, — hafi hann heið-
ur og þökk fyrir hana — heldur vegna þess að hjer er
vikið að mikilsvarðandi atriðum, sem hafa vakað fyrir
starfsmönnunum við Kirkjubl. frá fyrstu, sem sjálfgefið
umtalsefni í blaðinu, þegar tíð og rúm leyfði. Sjera Sig-
urður fer þeim orðum um biblíuna: