Kirkjublaðið - 01.04.1893, Page 12

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Page 12
76 í sambandí við þetta, um innblástur ritningarinnar, andmælir Fjallk.höf. þeirri setningu í grein sjera Sigurð- ar, að jarðfræðislegar rannsóknir nýrri tima sanni að ýmsu leyti sköpunarsöguna. Þótt það að minni hyggju skipti minnstu, hve nákvæmlega sú frásaga biflíunnar kemur heim við visindalegar rannsóknir, eða rjettara sagt vísindalegar tilgátur, — sannleikurinn oss til sálu- hjálpar er og verður sá, að almáttugur G-uð hefir heiminn skapað —, þá er það eptirtektavert, hvernig hin einfalda frásaga, skráð fyrir barnslegan skilning, sem vjer reynd- ar ekki enn þá erum vaxnir frá, getur samþýðst vísinda- legu rannsóknunum, eða tilgátunum. Heimildir fyrir því munu innan langs tima birtast í Kbl. ----sse------ „Kenningin um eilífa fordæming“. I oktbl. »Sameiningarinnar«, sem hingað barst með síðasta pósti, er alliöng grein með þessu nafni eptir sjera Lárus Halldórsson. Greinin barst Kbl. seint í fyrra sum- ar og sendi jeg hana með fyrstu ferð til millibilsritstj. »Sam.«, sjera Friðriks J. Bergmann, og tjáði honum meðal annars þá ástæðu til að grein sjera Lárusar gengi til »Sam.«, að jeg ætti von á hugvekju í Kbl., sem færi í líka átt og þessi grein, og mjer þætti meiri slægurinn í. Þrem vikum síðar skrifaði jeg aptur sjera Friðrik, að hann skyldi senda mjer aptur um hæl greinina, til upp- töku í Kbl., kæmi hún eigi í »Sam.«, þar sem von mín um hitt hefði brugðizt. Bæði þessi brjef hafa komið fram, að því er jeg get sjeð. Þessa athugasemd gjöri jeg vegna lesenda »Sam.«, því að sjera Friðrik ter þar í sama tölubl. allþungum orðum um það, hve »raunalegt« það sje, að Kbl. þetta eina kirkjulega málgagn á landinu, skuli hafa verið lok- að fvrir öllum raustum »til að verja kenningu kirkjunn- ar og bitlíunnar«. Þessi athugasemd sjera Friðriks kemur mjer óvænt, þegar jeg minnist míns fyrra brjefs til hans í sept., og en óskiljanlegra er mjer, að hann skuli eigi hafa leið-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.