Kirkjublaðið - 01.06.1893, Page 2

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Page 2
Hreinar, traustar tryggðir trútt í hjörtum festu. Dýrar, fagrar dyggðir dafna lát þær beztu. Helga hjónabönd 8. nóv. 1892. L. H. „Upplestur“ eða „tala“. Eptir sjera Hafstein Pjetursson. í Kirkjublaðinu III, 1 er alllöng grein eptir V. B. um »prjedikunaraðferð presta«. Fyrri hluti greinarinnar er beinlínis saminn gegn þvi, sem jeg hefi ritað um »prjedik- unaraðferðina« (Aldamót 1891), þótt höfundurinn nafn- greini mig ekki eða reyni með rökum að hrekja skoðun mína. Jeg verð þess vegna, hr. ritstjóri, að biðja um rúm í yðar góða blaði fyrir eptirf'ylgjandi svar. Eins og sagt er með berum orðum í sjálfri greininni, þá er höfundur hennar enginn annar en vort ágæta sálmaskáld sjera Valdimar Briem. Jeg þarf varla að taka það fram, að jeg ber mjög mikla lotning fyrir þeim manni og virði hann mest allra íslenzkra skálda, sem uú eru uppi. Ef um sálmaskáldskap væri hjer að ræða, þá mundi jeg ekki dirfast að vera á annari skoðun en hann. En með því að það er að eins framburður og ræðuhald, sem okkur deiliráum, þá get jeg ekki látið skoðun mína falla, heldur vil jeg reyna að styðja hana með ljósum rökum. Eins og kunnugt er, þá hefi jeg komið fram með þá tillögu, að íslenzkir prestar tækju upp þá framburðarað- ferð að flytja prjedikanir sínar blaðalaust. Sjera V. B. vill, að prestar haldi áfram gömlu aðferðinni: lesi upp rœður sinar af blöðum, eins og hingað til hefir verið venja þeirra. Jeg vil láta framburðaraðferðina vera: tala eða rœða. Hann vill láta hana vera: upplestur. Þet-ta er það, sem milli ber, en það er líka stórvægilegt atriði. Upplestur og tala er á margan hátt mjög ólíkt. Jeg hefi áður haldið því fram, að blaðalaus prjedik- un sje hin eina rjetta prjedikunaraðferð. Og það er enn

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.