Kirkjublaðið - 01.06.1893, Side 11

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Side 11
107 aðu þá G-uði, því að hann heflr þá sent þjer sinn heilaga anda, því að hann er einkum andi helgunarinnar. I fám orðum: hvar helzt sem göfug hugsun vaknar, hvar sem menn einsetja sjer, að koma einhverju góðu til vegar, þar sem viljinn er hreinn, þar er Guðs andi í og með. Guðs andi heflr ávallt verkað á mannkynið meir eða minna. Hann er andi rjettvísinnar, kærleikans og fuilkomleikans. Væri þessi andi eigi til, þá væri mað- urinn dýr, skynsemin skáldskapur tómur og framför mann- kynsins munnmælasaga. Hvergi kemur þessi andi kröpt- uglegar frám en í kristindóminum, því að kenning Krists er andríkust, hreinust og mannlegust allra kenninga. Þýtt hefir Bjarni Jónsson. Aldamót, 2. ár, 1892, ritstj. sjera Fr. J. Bergmann, Rvik, Isaf.pr.sm. — Þessi annar árgangur »Aldamótanna« er gefinn út af prestum hins ev. lút. kirkjufjelags Islendinga í Vesturheimi, og ágóðinn, sem verða kann af sölunni, rennur 1 sjóð hinnar fyrirhuguðu skólastofnunar kirkju- fjelagsins. Rit þetta heflr fyrst komið út í ár og verður nú sent víðsvegar um land með strandskipinu. I ritinu eiga þeir prestarnir 4 hver sinn skerf og hinn 5. er sjera Valdimar Briem með allangt kvæði. Fremst er kvæði sjera Valdimars og heitir »Kirljan«, »að nokkru leyti kveðið eptir fornum sögum«. Eldhafið steypist yfir byggðina, en þyrmir kirkjunni og þeim, sem til hennar hafa leitað. Þeir, sem kotnið hafa i Reykjahlíð við Mývatn, minnast kirkjunnar þar í svolitlum grasbolla. luktura hraungarði á alla vegu. Osagt skal þó, hvort skáldið beflr haft fyrir sjer nokkrar sögusagnir þaðan. Kirkjan ein veitir skjól, það er kvæðisefnið, sem höfund- urinn túlkar með sinni alkunnu snild. Næst er œfisago.: Spurgeons eptir sjera Hafstein Pjet- ursson, hún var flutt á kirkjuþinginu í fyrra. Það er vel að þessa ræðuskörungs og ágætismanns hefir verið minnzt rækilega á voru máli. Lærðir sem leikir hljóta að hafa mikla uppbyggingu og ánægju af að lesa þessa æfisögu ept- ir sjera Hafstein, sem er einkar vel sögð. Af ritum

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.