Kirkjublaðið - 01.08.1893, Side 15
143
Urður Stef'ánssoíi og þrestaskólakennararnir Eiríkur Briem og Þór-
liallur Bjarnarson.
í fundarbyrjun var það samþykkt eptir tillögu sjera Ólafs frá
Arnarbæli, ab samkoman yrbi framvegis haldin fyrir opnum
dyrum.
Styrktarfjenu 3G8L kr. 40 var skipt milli 7 uppgjafapresta og
60 prestaekkna.
Biskup skýrði frá hag prestaekknasjóðsins, sjóður vib árslok
19293 kr. 50 a. Sjóöurinn útbýtir 500 kr. á ári og leggur upp f'ramt
að því jafnmikið. Arstillög og gjaíir voru árið sem ieið 235 kr.
Biskup skýrði frá gjörðum handbókarnefndarinnar; eins og
við mátti búast hafði neíndin eigi enn þá lokið starfi síuu.
Síðan voru rædd fnimvörpin um kirkjur og stjórn hinna
andlegu mdla, sem getið er í síðasta tölubl. Vegua þess að enginn
tírni var til að ræða þau mál rækilega, slepptu f'undarmenu breyt-
ingartillögum. I báðum máiunum var samþykkt svo hijóðandi til-
laga: »Synodus lýsir því yíir, að hún sje hlynnt frumvarpinu, að
því er snertir aðalefni þess, og leggur því til, að það verði lagt
fyrir alþingi í ár«. I síðara málinu var tillagan þó að eins sam-
þykkt með litlum atkvæðamun. Aliir voru að vísu samhuga um
þá stefnu þess, að kirkjan ein fengi stjórn sinna andlegu rnála, en
ýmsum þótti of skammt f'arið í frumvarpinu og í annan stað, sem
vonlegt er, talið óhugsanlegt, að ríkið sleppti valdinu, en hjeldi
áfram að bera kostnaðinn.
Eptir 3 stunda fundarhlje flutti sjera Ólaf'ur f'rá Arnarbæli
fyrirlestur um húsvitjanir og lýstu fundarmenn sig samþykka
ræðumanni.
Erumvarp tit laga um kirlcjugarða úr Skagafjarðarprófastsdæmi
var lesið upp, en lítið rætt vegna naumleika tímans, euda var það
stílað til alþingis.
Kristniboðsmálinu var hreift, en undirtektirnar voru svo dauf-
ar, að eigi þótti fært að gjöra neina ályktun í því máli.
I tilefni af !>almannatriðnum<i ítrekaði fundurinn í einu hljóði,
eptir uppástungu dómkirkjuprestsins, tillögu sína frá 1891, »að
synodus beri það traust til alþingis, að það lögleiði eigi neina þá
ákvörðun í helgidagalöggjöfinni, sem geti orðið hættuleg fyrir
kristilegt siðferði, og þá sjerstaklega að rýuika eigi um opinberar
vínveitingar og vínsölu á helgum dögum frá því sem nú er«.
Sjera Jens Pálsson hreifði sam.skotum til skólastofnunar kirkju-
fjelags Islendinga í Vesturheimi og var samþykkt sú tillaga:
»Synodus lýsir yfir því, að hún sje því hlynnt, að leitað sje sam-
skota til skólastofnunar hins evangeiiska lúterska kirkjufjelags
Islendinga í Vesturheimi, og telur presta landsins sjálf'kjörna flytj-
endur þess máls í söf'nuðunumc.
Til þess að herða á áskorun þessari gáfu viðstaddir fundar-
menn rúmar 70 krónur til skóians.
Fundi var slitið um miðnætti.