Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.03.1894, Blaðsíða 12
44 Gyðingar fögnuðu og fengu Jósep líbama hans til greptrunar, því aí hann hafði sjeð öll þau góðverk, sem hann hafði gjört. Hann tók Drottin, laugaði hann og sveipaði hann i fínu línklæði, og Ijet hann í sína eigin gröf, þar sem hjet Jósepsgarður. Þá sáu Gyð- ingarnir, öldungarnir og prestarnir, hvað illt þeir höfðu gjört sjálf- um sjer, tóku að berja sjer á brjóst og segja: Vei syndum vorum, dómurinn er nærri og endir Jerúsalemsborgar. En jeg, og vjer fjelagar, vjer vorum hryggir, og með miklu hugarangri iöldum vjer oss, því að þeir leituðu að oss, sem ill- ræðismönnum, er vildu kveykja í musterinu. Vegna alls þessa föstuðum vjer og sátum kveinandi og grátandi daginn og nóttina til hvíldardagsins. En hinir skriptlærðu og Farisearnir og öldungarnir komu sam- an, er þeir heyrðu, að allur lýðurinn möglaði og barði sjer á brjóst segjandi: Hvílík undur hafa eigi skeð við dauða hans; sjá, hversu hann er rjettlátur. Öldungarnir urðu hræddir, komu til Pílatusar, báðu hann og sögðu : Fá þú oss hermenn, svo að vjer gætum graf- ar hans í þrjá daga, að eigi kunni svo að fara, að lærisveinar hans steli honum, og lýðurinn ætli, að hann sje upprisinn frá dauðum, og þeir vinni oss mein. Og Pílatus ljet þá hafa Petróníus hundr- aðshöfðingja með hermönnum til að gæta grafarinnar, og með þeim komu og öldungar og skriptlærðir til grafarinnar, og með aðstoð hundraðshöfðingjans og hermannanna veltu þeir að stórum steini, og allir þeir, sém þar voru saman komnir, settu steininn fyrir grafarrnunnann og settu sjö innsigli fyrir og slógu þar upp tjaldi og hjeldu vöið. Þegar lýsti at' degi að morgni hvíldardagsins kom mikill fjöldi úr Jerúsaiem og grendinni til að sjá hina innsigluðu gröf. En um nóttina, um apturelding Drottinsdagsins, þegar hermenn- irnir Voru á verði tveir og tveir saman, heyrðist sterk rödd af himni, og þeir sáu himininn opinn og tvo menn niður stíga í dýrð- legum Ijóma og koma að gröíinni. En steinninn, sem var lagður fyrir gröíina, veltist um af sjálfum sjer og færðist úr stað, og gröfin opnaðist og báðir hinir ungu menn gengu inn. Þegar hermennirnir sáu það, vöktu þeir hundraðshöfðingjann og öldungana — því að einnig þeir voru þar á verði — og meðan hermennirnir sögðu frá því, hvað þeir höfðu sjeð, sáu þeir aptur þrjá menn ganga út úr gröfinni og tveir þeirra studdu hinn þriðja og á eptir þeim kom kross, og höfuð tveggja þessara manna báru við him- in, en höfuð hins þriðja, sem studdur var, náði ofar himn- unum, og þeir heyrðu rödd af himni er sagði : Hefir þú prjedikað hlýðni fyrir hinum sofandi P1 Og frá krossinum heyrðist svarað: já. Hinir ráðguðust um það, að ganga burt og segja Pílatusi frá þessu, og meðan þeir voru að afráða það, opnuðust himnarnir á ný og maður stje niður og gekk inn í gröfina. Þegar 1) Sbr. I. Pjet. 3, 19.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.