Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 7

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 7
71 tindra á tímans barni tárin gleði skær; gröf og dauði hverfa hjer hryggð og nauð úr augsýn ber, safnar auði andinn sjer, Edens rósin grær. Ján Hinriksson, Siðfræði sjera Helga. Það kom hingað um daginn gestur, sem mjer þótti mjög vænt um. Jeg hafði áður heyrt, að hann væri á ferðinni og hlakkaði til korau hans, sem ekki er að furða, þvi að það var gamall og góður vinur; enda brást mjer ekki ánægjan af komu hans. Og þegar í stað kannaðist jeg við hann; þvi að þó að hann væri að nokkru leyti i nýjum búningi, þá var hann sjálfur samur og fyr. — Þessi gamii og góði vinur var Siðfrœði sjera Hélga sdluga. Og jeg efast ekki um, að öðrum, sem hafa verið svo lánsamir, að kynnast hinum ágæta höfundi og njóta kennslu hans, fari í þessu tilliti líkt og mjer. Jeg hugði þegar gott til þess, er það var ráðið að gefa út fyrirlestra prestaskólans eða nokkra þeirra. Mjer þykir það ekkert efamál, að það greiði fyrir kennslunni á prestaskólanum, að hafa að minnsta kosti með fram prentaðar kennslubækur að styðjast við; og hygg jeg að það verði fullt eins affarasælt að drýgja kennsluna á þennan hátt, eins og að lengja námstimann við skólann, þó að jeg ekki vilji gjöra lítið úr því. Hins vegar hygg jeg, að fyrirlestrar prestaskólans sjeu þess verðir ekki siður en inargt annað, að koma fyrir almennings sjónir, og að ýmsir fleiri en námsmenn við skólann geti haft gott af, að kynna sjer þá. Það er og gott, að almenn- ingur fái að sjá, hvað það er, sem kennt er við skóla þennan, og að það er enginn hjegómi nje heilaspuni, eins og sumir hafa látið á sjer skilja. Jafnvel þótt jeg fagni þvi, að siðfræðin er út komin, sýnist mjer þó, að sökum alþýðumanna, er knnna að lesa

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.