Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 12

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 12
76 á menn með hvatningum sfnum, til dáðrfks dyggðalifern- is og til fagurrar skyldurækni, eða í einu orði til trúar, er sýni sig lifandi í framkvæmdarsötnum kærieika og mannelsku i hegðun hins daglega lifs á heimilunum og í þjóðfjelaginu. En það er athugavert við bókina, að það vantar i hana nálega alveg endurlausnarlærdóminn og er það stór skaði á svo góðri og vekjandi bók, erhvervetna heldnr fram mannsins göfuga uppruna og háleitu ákvörð- un til að sýna honum, hversu ósamboðið hans sanna eðli sje að verða þræll syndar og svívirðinga og hvetur hann til að verða verulega frjáls. Yjer verðum því i öðrum bókum vorum að fá endurlausnarkenninguna, en svo nær bókin eigi nema yfir helminginn af helgidög- um ársins, svo öll þörf væri á nýrri postillu eptir ýmsa presta landsins. Eigi mundi heidur vera úr vegi að gefa Vídalinspostillu út á ný, því bæði er bún enn.þá vinsæl meðal margra og getur þannig eflt heimilisguðs- dýrkunina, væri hún fáanleg til kaups og svo er sú bók gullaldarlegt snilidarverk, að sinu leyti likt sem Passiu- sálmarnir og ætti þvi eigi að vera lögð niður. En það er um að gjöra, að allar húslestrarbækur sjeu hafðar sem ódýrastar, svo að sami maðurinn geti keypt sem flestar af þeim og iesið þannig einn tímann í þessari og annan í hinni bókinni, því slíkt glæðir lestrarfýsnina ótrúlega og verður um leið, eptir þvi sem hjer á landi á stendur, eitthvert bezta ráð til uppihalds kristindómi og guðrækni. I engu landi svo sem þessu mun heimilisguðs- dýrkun vera eins ómissandi, þar sem kirkjuguðsdýrkun- in er hjer víðast að vonum svo sjaldfengin. Það er því brýnasta nauðsyn, já, brýnni en á nokkrum öðrum stað, að hún haldist vel við og sje með góðu lífi, eigi kristin trú að lifa góðu lífi í landinu. Þótt engin þjóð önnur (sem þó eigi þarf orðum að eyða um) tíðkaði heimaguðs- þjónustu, þyrftum vjer þess sarat óumflýjanlega, þvi vjer verðum i þessu efni, eins og reyndar öllu, að haga oss eptir því sem hentugast er og bezt á við á þessu landi. Þetta er alvarlegt mál, sem allir prestar ættu að hugleiða vandlega og kosta kapps um af öllum líkama og sálar kröptum, að verið gæti í góðu lagi, enda mun þá sái-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.