Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 4
100 um það, að kirkjan hafi rjett á að fá eignir sínar með sjer við skilnaðinn. Enda liggur það í augum uppi, að eignirnar eru gefnar í þeim tilgangi, að viðhalda krist- inni trú í landinu og styðja hana í þeirri mynd hennar, er allur þorri þjóðarinnar álítur að vera rjetta og fylgir því. Svo vita og allir hitt, að í strjálbyggðun og fátæk- um löndum geta stórar stofnanir eigi staðizt án opinbers styrks, þótt þær í fjölbyggðum löndum geti alveg borið sig sjálfar, þannig er t. d. læknaskipun vor, hún getur eigi staðizt án styrks af hálfu ríkisins, þótt sumstaðar í heiminum sje svo ástatt, nð ekkert þurfi af' landsfje til hennar að leggja nema kennsluna við háskólana. Sama er að segja um póstgöngur og menntaskóla. Jeg man heldur eigi eptir, að neinn hafi farið beint fram á það, að ríkið ætti að láta kirkjuna ganga alls iausa í burtu við skilnaðinn, og ef einhver vantrúarmaður, sem eigi vildi við nytsemi kirkjunnar kannast, hjeldi slíku fram, þá mundi hann víst enginn stjórnvitringur vera, þar eð auðsætt hlýtur sjerhverjum skynsömum marmi að vera, að með slíkri aðferð yrði vakinn upp sá hugarofsi, er enginn gæti rönd við reist og allar ræður mælskumanna og glamur stjórnmálagarpanna fengi að hniga aflvana fyrir. Því þess ber vel að gæta, að trúin hefir mátt i sjer til að vekja þarm ákafa, er allt vill leggja í sölurnar og stundurn einskis svlíist ef því er að skipta. En trúleysið þar á móti er áhugalítið og getur eptir eðli sínu eigi vakið neitt písiarvættishugrekki, vegna þess að vantrúin er eigi fremur sannfærð um, að þetta heldur en hitt kunni að vera sannleikur og hneigist því í áttina að full- yrða ekkert, með því ekkert verði vitað með vissu. Þessi hugarstefna hefir líka með rjettu fengið nafnið óvlsi (agno- stik), en af henni ieiðir, að óvísingurinn (agnostíkirm) lætur sjer tíðurn nálega á sama standa um allt, einkum þó í trúarefnum. Jeg get því naumast ímyndað mjer, að nokkur vildi misbjóða trúarsannfæring landsmanna með því að rupla kristna menn öllum fjelagseignum þeirra kirkjunni til viðhalds, og eiga svo á hættu að vekja upp þann hugarofsa meðal þjóðarinnar, sem með öiium ráð-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.