Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 13
109 snöru um hálsinn, þá voru menn negldir á höndum og fótum fastir á gálgatrjeð. Og þegar hann svo dó kvala- dauða, þá þökkuðu menn Guði fyrir að hafa getað stytt honum aldur þessum Jesú, og sjeð fyrir endann á þessu heimskutali hans um nýjan fagnaðarboðskap frá Guði. En hveruig fór? Nú kemur það sem er undarlegast af öllu, það var síður en svo, að nú væri öllu lokið, krosstesting Jesú var einmitt upphaíið að sigri hans. — Ef þú í dag kemur til borgar keisaranna fornu, þá heyrir þú eptir þessi umliðnu ifOOO ár, að konungurinn og drottn- ingin og páfinn og borgin, allt þetta kallar sig kristið í því skyni að heiðra Jesú. Rómverska ríkið hefir liðið hjá sem svipur um nóttu, og á rústum þess stendur nýr heiinur, sem á hverjum einasta degi boðar hátt með mill- jón röddum kærleika sinn til Jesú og dýrkar hann. — Hátt yfir Lundúnaborg, himninum næst af öllum mann- virkjum hins mesta bæjar heimsins, rís hinn gullni kross yfir hinni gyltu kúiu, upp af turni Pálskirkjunnar. Hinn svivirðiiegi gálgi, sem Jesús hjekk á, varð heiðursmerki hins nýja heims. Og ef þú lítur á fána gamla Englands, sem blaktir af siglutoppi mörg-þúsund skipa, og verndar vinnu og blund fátækra karla og kvenna, sem teljast í hundruðum milljóna, þá munt þú sjá 1 miðjum fánanum krossinn Jesú, rauðan sem blóðdropana, er hrundu niður frá hinu þyrnum krýnda enni og hinu gegnumstungna hjarta. Því að gálgi hins forna heims heflr orðið tákn hjálpræðisins fyrir hinu nýja heim. Hvernig gat þetta orðið? Með hverju móti gjörðist þetta undur? Hvaða töfravald var það, sem breytti gjörvöllum heiminum. Hverju sætir það, að hinn blá- snauði farand prjedikari, sem eigin landar hans dæmdu til dauða, af þvi að þeir álitu hann annaðhvort svo vondan mann eða viti sinu fjær, að hann ætti ekki skilið að lifa, — hverju sætir það, að hann hrósar nú sigri yfir keisurum og konungum og prestum og hersveitum, svo að hinar göfgustu og voldugustu þjóðir heimsins beygja höf'uð sin fyrir honum, og kveða sig ekkert stórvirki vilja vinna, hvorki í styrjöld nje friði, nema i hans nafni ?

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.