Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 14
110
Það vai* af því að Jesús þekkti leyndardóminn. —
Hann vissi hvernig þetta átti að gjörast. Enginn annar
þekkti það. Hið hulda var honum opinberað frá upphafi.
Hann skildi það. Og hann kom að kenna oss það, og að
saraa skapi sem vjer lærum það, verðum vjer líkir hon-
um, og höfum mátt haus. En þú veizt hvað örðugt það
er, að koma honum litla bróður þínum, eða henni litlu
systur þinni, hvað greind sem þau kunna að vera, í
skilning um það, hvernig púðrið er búið til. Eins var
það, að Jesú reyndist það ekki svo auðvelt, að koma
mönnum í skilning um leyndardóm Guðs máttar, sem að
hann þekkti frá upphafi. Hann varð þvi að kenna oss
sera litlum börnum með því að segja oss sögur, og með
því að sýna oss hverju hann gæti til leiðar komið. Og
um fram allt annað, liann varð að lifa alveg sama lífi
sem vjer, til þess að vjer gætum fengið skyn á Guðs
leyndardómi.
Hvaða leyndardómur hyggur þú að þetta sje? Leynd-
ardómurinn er hinn nýi fagnaðarboðskapur, sem Jesús
var aptur og aptur að boða vinum sínum, og öllum sem
vildu hlusta á hann. Hin góða nýung, sem Jesús hafði
að fiytja, var að Guð er kærleikur. Guð, hann er »faðir
vor«. Sjerhver sá sem elskar, er af Guði, og fyrir mátt
Guðs, sem er kærleikur, mun hann sigra synd og heim.
Og Jcsús sýndi það, að ef Guð er í hjörtum vorum, þá mun-
um vjer eins og hann leggja sjálfa oss í sölurnar, til að
hjálpa öðrum. Vegur sigursins er vegur krossins. Hjálp-
ræðið felst í fórninni. Þeir einir, er eigi lifa sjálfum sjer
og sínum lystingum, sem leggja sitt eigið í sölurnar, enda
lífið ef þess gjörist þörf, öðrum til hjálpar, eru fylgjend-
ur Jesú.
Hvenær sem þú miðlar öðrum af tlma þínum, gefur
í annars þágu brot af lífi þínu, leggur eitthvað óraak á
þig til að liðsinna öðrum, þá trúir þú á Jesú. Og undrið
er fólgið í því, að þar sem kærleikurinn er, þar er mátt-
ur Guðs, sem gjörir hið erfiða ljett, og gjörir þig færan
til þess, að gjöra það glaður, sem þjer að öðrum kosti
hefði þótt leiðinlegt og ægilegt, ef ekki enda alveg ó-
mögulegt. Það var þessi kærleikur, sem ljet píslarvott-