Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 6
102 tilgangur tekizt að surau leyti, en reyndin hefir þó miklu fremur orðið só, að kirkjan heflr orðið veraldleg viðsam- bandið. Þetta er það sem fríkirkjumennirnir vilja lag- færa, því telja má nú, eptir svona langan tima, komna fulla reynslu á það, að ríkiskirkjufyrirkomulagið hefir eigi orðið að tilætluðum notum. Þá játar sjera Valdimar, að hið ytra kirlcjulíf sje fjörugra og framkvæmdarsamara í frikirkjunum Þetta var gott. Því mjer vitanlega getur ekkert ytra líf átt sjer stað nema innra lif sje fyrfr. Tímanleg velvegnun þjóðanna er einmitt mjög komin undir því, hvort þar er einveldi eða frjálsleg stjórnarskipun, þótt hinn heiðraði greinarhöf. vilji eigi við það kannast. Sömuleiðis er kirkjuliflð töluvert komið undir því, hvort kirkjan þarf mál sin að sækja f hendur á veraldlegu vaidi, er lætur sjer nokkurn veginn á sama standa um hana eða æðsta stjórn hennar er í höndum kristilegra áhugamanna. Biskup eða kirkjufjelagsforseti Vestur-íslendinganna er jafnan fremstur í flokki með allar framfaranýungar i kirkjunni og sömuleiðis eru kirkjuþing þeirra gagnlegar stofnanir. Þetta eru hlutir, sem vjer hjer heima höfum lítið af að segja. Ritstjóri Kbl. hefir vel sýnt fram á, hversu uppeldi rikisins á prestunum sje skaðlegt. Þar er einn andmarkinn við fyrirkomulagið, sem er nú. í Bandaríkjunum er t. d. kristniboðsáhuginn víða mestur við guðfræðingaskólana meðal lærisveina þeirra og kenn- ara. Þeir ásamt helztu mönnum kirkjufjelaganna halda lifinu bezt i þessum áhuga, og ferðast út um byggðirnar til að berjast fyrir þeim og öðrum áhugamálum sinum, er að hjálpsemi lúta, þvi þar er innra lff sem fæðir af sjer ytra líf. Þetta og fleira af þessu tagi er enn ókunnugt hjer á landi. Að vísu getur verið minni þörf á innra trúboði hjer, en víða hvar annnarstaðar, þvf söfnuðirnir eru svo fámennir hjá oss, að prestunum er naumast vorkunn að vera trúboðar hver í sinu umdæmi og hvað líknar- verk af hendi kirkjunnar snertir, þá mun fátækramálum hjer víst betur borgið en í mörgum öðrum löndum, þvi bæði er fólksfæðin og svo er eymdin minni hjer, enda

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.