Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 12
108 England, byrjaði fátækur raaður á því í fjarlægu landi, langt fyrir handan lönd og höf, að flytja vinum sínum nýjan fagnaðarboðskap ura Guð. Hann var sárfátækur þessi maður. Hann hafði lært trjesmíði í litlum bæ, sem hjet Nazaret, og þar voru svo margir slæmir menn, að þegar sagt var um einhvern mann, að hann kæmi frá Nazaret, þá var það lítið betra, en það væri sagt um hann, að hann kæmi úr hegningarhúsinu. 0g það gengu sögur um móður hans, sem alla æfi var ágætis-góð kona; en fólk talaði ljótt um hana, að hún hefði ekki hegðað sjer eins vel og hún hefði átt að gjöra áður en hún giptist. Landið, sem hann ól aldur sinn í, var ekki sjálfu sjer ráðandi og heldur ekki stórt eða voldugt. Það var fátækt, lítilmó'tlegt og máttarlítið. Rómverskir hermenn höfðu tekið það herskildi og heimsdrottnarnir i Rómaborg litu á það sömu augum og Englendingar líta á Egyptaland nú á dögum. Af þessu getur þú þá sjeð, að þessi fátæki maður Jesús var allra manna ólíklegastur til þess að flytja góð- ar nýjungar um Gfuð, eða um nokkurn eða nokkuð yflr höfuð. Hann var vesall Gyðingur, og hvernig hann var í heiminn kominn gat enginn sagt, hann lifði í vondri borg, i landi kúguðu af grimmum mönnum, í ríki sem byggðist á þrælahaldi og hernaði. Og enginn ríkur mað- ur, eða voldugur, eða lærður vildi hlusta á þennan um- farandi prjedikara; þeir sögðu sem svo, að hann ætti heldur að halda sjer við hefilbekkinn, en að vera að tala um hluti, sem hann bæri ekkert skynbragð á. Þeir báru sig alveg eins að þá og þú mundir gjöra nú, ef einhver vesalings húsgangur færi að prjedika. um Guð á almanna- færi En á þeim dögum voru menn grimmari en nú. Þeir hlógu að Jesú, og þeir atyrtu hann og reyndu að gjöra honum illt, og þegar hann var ófáanlegur til ann- ars en að halda áfram að segja þeim sínar góðu nýjung- ar, þá sendu þeir hermenn til að taka hann höndum, færðu hann í fjötra og húðstrýktu hann og píndu hann, og til þess að binda enda á það, þá hengdu þeir hann að síðustu milli tveggja þjófa. Á þeim dögum var hafð- ur kross f staðinn fyrir gálga, og í staðinn fyrir að bregða

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.