Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 5
101
urn er ósigrandi. Jafnvel enginn vitur vantrúarraaður
mundi óska eptir því.
Sjera Valdimar talar um, að kirkjan muni þurfa fje
til kirkjuþinga og kristniboðs, þegar hún er orðin frá-
laus rikinu og gefur í skyn, að slíkt muni kostnaðar-
samt verða, svo fjeð komi til að vanta. En jeg skil eigi,
að kirkjan verði í þessu efni neitt verr stödd eptir að-
skilnaðinn, því einmitt nú vantar hana fje til þessara
hluta, sem þó eru nauðsynlegir líka í ríkiskirkju. Mjer
dettur eigi í hug að miða allt við átlönd, eða halda, að
kirkjan hjer geti leyft sjer sama kostnað, sem fríkirkjur
erlendis, þar sem af ógrynni auðs er að taka. Eitt er
samt víst, og það er, að landar vorir í Ameríku, sem
vjer erum farnir að eiga ýmislegt gott að þakka, eru
almennt engir auðkýflngar, heldur flestir einungis bjarg-
álnamenn. en samt geta þeir kostað vel lifandi kirkju
án nokkurs ríkisstyrks; að vísu mun þjettbýli og góðar
samgöngur gjöra þeim mjög hægra fyrir en oss í þessu
efni, en það er líka munur að byrja með ekkert eins og
þeir, eða eiga allmxkinn fjársjóð frá forfeðrunum svo
sem vjer.
Það er auðvitað margt í svörum mínum, sem styðst
við trú, þvl bæði er þetta allt hjer á landi óreyndur
hiutur, og svo er eigi unnt að berjast fyrlr neinu mál-
efni nje mæla með því án trúar á það. Samt hefl jeg
aldrei haft trú á þvi, að ómenntaðir menn leysi skrif-
stofustörf almennt jafnvel af hendi, sem hinir skóla-
gengnu, en um það, hvernig þeir þjónar rikisins, ertaka
við veraldlegum störfum prestanna, muni standa f stöðu
sinni, eða hvort það verður ríkinu nokkuð kostnaðar-
samara, finnst mjer að okkur komi hjer eigi beint við í
þessu máli. Raunar eiga allir góðir menn að styðja að
því, að sjerhvað megi fara sem bezt úr hendi og verði
þjóðinni sem gagnlegast og þess óska jeg líka; jeg er f
kirkjunni og jeg er í ríkinu, og vil því báðum vel, en
það er trú mín, að bæði njóti sín bezt, eptir því sem nú
er ástatt, með því að þau sjeu að skilin. Tilgangurinn
með sameiningunni hefir allt frá dögum Konstantíus mikla
verið sá, að gjöra rikið kristilegt, og ef til heflr sá fagri