Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 9
105 prestsþjónustu á þeim tíma, þar sem presturinn í Valla- nesi heflr að sögn neitað að veita hana, nema með þvi skilyrði, að beiðendur gengi í þjóðkirkjuna aptur, en þegið þó tekjur sínar hjá utanþjóðkirkjumönnum jafnt fyrir því. Svo er svarið, þegar það loksins kemur, bundið þeim annmörkum, sem virðast miða til að gjöra hlutað- eigendum sem örðugast fyrir að fá prest þann, er þeir æskja eptir, einkum þar sem biskupi er bannað að vígja hann, án þess að bent sje með einu orði á það, hvar hann geti þá fengið vigslu. Þetta er nú að vísu ekki að kenna hinni innlendu kirkjustjórn, en vel hefði tillögur hennar mátt vera frjálslegri um sumt annað, svo sem um kirkjubygginguna og hin föstu takmörk safnaðarins. Það er til á Völlum bænahús, sem bklegt var að utanþjóð- kirkjusöfnuðurinn gæti fengið að nota við guðsþjónustu. í því hafa prestar þjóðkirkjunnar messað að undanförnu (hvort sem hinn núverandi prestur hefir nokkurn tíma gjört það eða ekki), og heflr það ávallt verið notað til annars jafnframt, þá virðist nokkuð undarlegt, ef meiri vandlætingasemi þarf að hafa um slíkt hjá utanþjóð- kirkjumönnum en þjóðkirkjumönnum. Nokkur ástæða kann að vera til að ákveða starfsvæði utanþjóðkirkju- prests með einhverjum föstum takmörkum, en ef biskup skyldi þurfa að sækja ráð til Vallanesprestsins um það atriði, væri ekki óhugsandi, að tillögurnar hjeðan að heiman stefndu að því, að svæðið yrði í meira lagi tak- markað. En með því að ráðgjafinn vill ekki taka á- kvörðun um þetta fyr en skýrsla er fengin um alla þá, sem verða í utanþjóðkirkjusöfnuðinum, að því tilgreindu, hvar hver eigi heima, þá má líklega vænta, að íakmörk- unin verði eigi neinum utanþjóðkirkjumanni í Vallanes- prestakalli að baga. I þessu máli hefði kirkjustjórnin átt að finna sjer- staka hvöt til að beita lögunum um utanþjóðkirkjumenn frá 19. febr. 1886 (þar sem ekkert er talað um »kirkju- bygging er ekki sje notuð til neins annars«) sem allra frjálslegast, þvi að eigi mun unnt að neita því, að Valla- nessóknarmenn hafi orðið óþarflega hart úti við siðustu veitingu prestakalisins, þar sem að þeim yar eigi gefinn

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.