Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 3
99 Svar: Þeir hafa líkamle'gar þarfir eins og aðrir menn. Sjötta ákæra : Prestarnir eru prestar í ábataskyni. Svar: Margir þeirra gætu á annan hátt haft miklu betri atvinnu. Sjöunda ákæra: Prestarnir trúa ekki því, sem þeir kenna. Svar: Þeir tala af því að þeir trúa; annars mundu þeir ekki gefa sig til að verða prestar, því að enginn neyðir þá til þess, og þeim er það fullkunnugt, að prestsstaðan er engin sældarstaða. Attunda ákæra: Fólkið trúir ekki almennt því, sem prestarnir kenna. Svar: Til þess að dæma um slíkt þarf að sjá inn í huga manna. Niunda ákæra: Enginn getur sætt sig við trúarlærdóma kirkjunnar nema heimskir menn eða hugsunarlitlir. Svar: Margir miklir spekingar og fræðimenn hafa verið kristnir trúmenn. Tiunda ákæra: Avöxturinn af kenningu kirkjunnar er lítill eða enginn. Svar: Jesús Kristur segir þó, að sumt sæðið falli í góða jörð og beri margfaldan ávöxt. Fríkirkjumálið. Sjera Valdimar hefir í 5 árg. Kbl. nr. 12—13 gjört athugasemdir við »Frikirkjusvör« mín og er jeg honum þakklátur fyrir, þótt jeg eigi geti verið honnm samdóma um allt, sem hann segir þar. Við komum okkur saman

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.