Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 10
106
neinn kostur á, að taka þátt í kosningu sóknarprestsins,
þótt tilkynning væri korain til biskups um að Vallanes
væri laust, áður en Þingmúla- og Hallormsstaða presta-
kall var veitt, sem Vallanes átti eptir gildandi lögum að
sameinast við1. Það sýndist nú ekki nein furða, þótt
margir í söfnuðinum hneyksluðust á þvi, að kirkjustjórnin
eða veitingarvaldið skyldi láta sjer annara um, að »gabba
eigi umsækjendur um Þingmúla og Hallormsstað« (o: einn
þeirra), heldur en að láta Vallanessóknarmenn fá að njóta
kosningarrjettar síns, einkum þar sem flestir munu liafa
álitið, að nokkuð vantaði á löglegan undirbúning heima
í hjeraði undir veitingu Þingmúla og Hallormsstaðar.
Kirkjustiórnin mun nú hafa treyst því, að flestir eða allir
mundu sætta sig við ráðstöfun hennar, en þegar sú varð
raun á, að mikill hluti safnaðarins gat eigi fellt sig við
hinn valdboðna prest, hversu margt og mikið sem honum
mátti annars t.il gildis telja, og sýnilegt var, að andlegt
starf hans roeðal þessara manna gat eigi orðið notasælt,
þá hefði hún átt að sýna sig fúsa til, að taka fullt tillit
til andlegra þarfa þeirra, svo að allir sanngjarnir menn
gæti sjeð, að kirkjustjórnin teldi ekki söfnuðinn vera fyrir
prestinn, heldur prestinn fyrir söfnuðinn, og enginn gæti
sagt, að hún ljeti sig litlu skipta, þótt heill hópur lúterskra
manna, er vildi kosta sjerstakan prest til að halda uppi
guðsþjónustu hjá sjer, væri prestsþjónustulaus árum saman,
en yrði þó allt af að gjalda þjóðkirkjuprestinum. Ef að
kirkjustjórnin hefði hjer sýnt viðleitni til að »slaka á
klónni«, afgreitt málið sem fyrst, og ekki verið of íhlut-
unarsöm um kirkjubyggingu og safnaðarskipun fríkirkju-
manna, þá mundi það hvervetna hafa mælzt vel fyrir
hjá frjálslyndum kirkjuvinum. En þegar mönnum finnst
þessum utanþjóðkirkjumönnum vera gjört það óþarflega
erfitt, að fá áformi sinu framgengt, og jafnvel reynt að
1) Yallanessöí'nuður missti kosningarrjett sinn beint eptir
prestakalialögunum (27/a 80) og eins og á stóð gat kirkjustjórnin vart
annað en veitt Þingœúla og Hallormsstað, þó að lát Vallanesprestsins
bærist stundinni eða deginum áður en veitingabrjefið var útgefið.
Aths. ritstj.