Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 7
103 munu sveitarstjórnirnar flestar meiga eiga það, að þær láta menn eigi deyja út af í skorti. Sveitamál og safn- aðamál eru nú líka svo samtvinnuð tíðum, að það sem frá öðru kemur er líka verk hins. Það er því varla von, að kirkjan hafi beinlínis gefið sig við þessu, en því betur hefði hún átt að geta unnið með krapti að beinum trúarmálum, með því að viðhalda almennri guðrækni í landinu og styðja kristniboð meðal heiðingja, en þetta hefir eigi farið alveg sem skyldi; vjer horfum t. d. á, að vorir ungu námsmenn á skólunum inndrekki vantrúar- innar banvænu skoðanir, án þess að flnna upp eitthvert lipurlegt ráð til að vernda trú þeirra. Allt þetta verð jeg meðfram að álíta sem afleiðingu af sambandinu milli ríkis og kirkju, er mjer getur eigi virzt annað en hafi svæfandi áhrif á kirkjuna án vekjandi áhrifa á ríkið. Það gefur að skilja, að mönnum verða þau mál miklu hjartanlegri og hugðnæmari, er þeir verða sjálfir beinlín- is að berjast fyrir. Áhuginn vex við strið og mótspyrnu, þar höfum vjer dæmin deginum ljósari. Það var ein- hverstaðar sagt fyrir skemmstu, að trúarofstækismönnum væri að fjölga hjer á landi. Þetta mun eigi vera satt, og eigi er það heldur eptirsóknarvert. En hitt er vist, að trúaráhugi hefir talsvert eflzt á síðustu árum og það mun aptur meðfram að kenna eða þakka hinum háværu röddum vantrúarinnar, er nú láta til sin heyra. Áhuga- mönnum í trúarefnum mun því hafa fjölgað, það má gieðilegt heita, því heitur áhugi á hvervetna virðingu skílið, bæði í veraldlegum og kirkjulegum málum; af honum er framfara að vænta, en eigi af hálfvolgu rænu- leysi. Sannir áhugamenn í hvaða máli sem er, munu jafnan meta hann mikils. Þegar þá árásir á trúna koma í ljós, hljóta þær að kalla alvarlega hugsandi menn fram á vigvöllinn til varnar, og hafa líka loksins gjört það hjá oss. Það sjálfstæði, sem kirkjan nú hefir notið um tíma, hefir þannig orðið til að vekja líf, sem að líkind- um yrði enn meira við fullan aðskilnað. Því er nú samt miður, að áhuga í trúarmálum er tíðum blandað saman við ofstæki, stundum af vanþekkingu og stundum af Óvild og það þótt sömu menn í öðrum málum aðgreini

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.