Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Blaðsíða 8
104 þetta tvennt. Þannig hafði einn alþingismaður þau orð um »Sameininguna« á síðasta þingi, að hún væri of- stækisrit. Jeg veit eigi hvaðan hann hefir þetta og mjer dettur í hug, að hann sje víst hvorki kaupandi nje lesandi blaðsins, því þá hefði hann varla haft þau orð. Hluturinn er, að »Sameiningin« er ekkert ofstækisrit og ritstjórinn sjera Jón Bjarnason enginn trúarofsamaður, eptir því sem jeg get framast fundið, en hann er brenn- andi áhugamaður, og slíkt lasta eigi aðrir en þeir, sem sjálfir eru kærulitlir. En efasamt virðist mjer það í fyllsta máta, að islenzku prestarnir vestan bafs hefðu orðið slík- ir áhugamenn sem þeir eru, hefðu þeir verið ríkiskirkju- prestar hjer heima. Áhuginn hefir óneitanlega vaxið í kirkju vorri við aukið frelsi, en hann er alls eigi almennur enn þá. Mjer kemur eigi til hugar að efa, að hann yrði miklu almenn- ari kæmist fríkirkja á. Þá mundu vorir sofandi söfnuðir fara að verða vakandi. Yfir höfuð finnst mjer að prest- arnir megi vera hlynntir frikirkjunni, fáist hún með þol- anlegum kjörum. Mál þetta ætti helzt að verða tekið til meðferðar eða að minnsta kosti undirbúnings á næstu al- þingum. JÓHANNES L. L. JÓHANNSSON. „Að slaka á klónni‘‘. Eptir Jón prófast Jónsson á Stafafelli. Af brjefi ráðgjafans fyrir ísland frá 8. nóv. f. á. má sjá, hvernig nú á að beita lögunum um utanþjóðkirkju- menn af kirkjustjórn vorri, og get jeg ekki ímyndað mjer, að neinum frjálslyndum manni þyki þeim frjálslega beitt. Fyrst og fremst litur svo út, sem mál það, sem um er að ræða, hafi verið að rekast milli stjórnarvaldanna, frá einum lið til annars — jafnvel til prestsins í Vallanesi, sem litil ástæða sýnist til að bera málið undir, eins og það horfði við — um nærfelt 2 ára tíma, og hefir hlut- aðeigandi utanþjóðkirkjusöfnuður þannig mjög lengi orðið að bíða eptir svari, og farið að miklu leyti á ipis við

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.