Öldin - 01.07.1894, Page 4

Öldin - 01.07.1894, Page 4
ÖLDIN. 1)0 sjö, þegar liún er orðin átta, verður kvöld- verður inn borinn, klukkan níu fer þú til sængur, klukkan fjögur rís þú úr rekkju, og kunnir þú hvorki að kemba né spinna, skal ég fá þér lín og léreft að sauma, þarf þér þá ekki að lciðast. Síðar getum við taiast við, og þegar þerna þín er búin að læra að halda munni, færðu hana aftur. Góða nótt og væran svefn ; gleymdu ekki að lesa kvöldbænir þínar; þarna liggur sálmabók á náttborðinu.” Að svo mæltu læsti frú Marta dyrun- um og fröken Regína var einsömul. Alein, fangi í afskektu, ókunnu landi, ofurseld havðri ráðakonu......þessar hugleiðingar voru ekki lystilegar. Jungfrú Regína kraup á kné og ákallaði dýrlinga, las ekki bænirnar í villubókinni, heldur á talnaband úr rúbínsteinum, scm biskupinn, frændi hennar, hafði gefið 'henni í skírnargáfu. Hvað þuldi liún ? Það veit himininn einn og hinir dimmu veggir á Krosshólmi, en hlutdeildarsamt hjarta fer nærri um bænir hennar. Hún bað um aðstoð liinna hei- lfigu, um sigur trúarinnar og uin villu- mannanna ófarir ; hún bað eiynig þess, að hinir heilögu mætti snúa sál Gústafs kon- ungs til hinnar einu sáluhjálplegu kyrkju, og að hann eins og nýr Sál mætti verða annar Páll. Loksins bað hún um l'relsi og varðveizlu.... og tímarnir liðu, náttverð- urinn var borinn inn, en hún tók ekki eftir því. Jungfrú Regína liorfði út gegn um um hinn smáa glugga. F'yrir augum henn- ar lá hérað, sem kvöldsólin gylti, og dálítil vík, sem glóði móti sólunni. Þetta var ekki hið frjósama Frankahérað með vín- berjurn sínum, sem komin voru að fullum þroska; þetta var ekki hið ólgandi Main- fljót, og bærinn þar niður frá var ekki hin auðuga Wurzlx>rg, með klaustrunum í röð- um og háa turna. Það var liið fátæklega og fölleita Finnland og vík af þess hafi; það var Vasa, nýbygði bærinn mcð gömlu kyrkjunni, Mústasárí, hinni elztu í Austur- botni; það var glögt hvernig sólin tindraði í hinum hvasshyrndu, máluðu smárúðum frá páfatíðinni, og Regínu sýndist sem hin- ir sælu dýrlingar rendi augum frá þessu þeirra fornmusteri. Og var ekki hin und- irgangandi sól sjálf orðin á þcssari stund að heilögu auga, sem með himneskum frið horfði niður á heimsins stríð ? Alt var svo rólegt og friðþægjandi lcyrt, — kvöldsólin, liið ferska, græna land, hinir nýskornu akr- ar með reinaraðirnar, smáhúsin rauðu með blikið í gluggunum, — alt hvatti til guð- rækni og friðar. Þá heyrði jungfrú Regína álengdar mjúkan og mildan sorgarsöng, fjarri allri viðhöfn og eins og kominn frá lijartarótum sjálfrar náttúrunnar, einverulega aftan- stund við sólsetur á ströndu kyrra vatna, meðan allar mildar endurminningar vakna í vonarríku brjósti. I fyrstu hlýddi hún ekki til, en söngurinn færðist nær. Ýmist bar vegg í milli eða birkirunna, svo að dró úr hljóðinu, eða söngurinn lieyrðist liár og hreinn og loks gat hún greiut orð fyrir orð. SUÐEÆN OG NORBÆN ÁST. Þegar hin einmanalega söngrödd færð- ist nær, mátti smámsaman koma orðunum saman. Söngurinn kom frá mildu hjarta og lýsti löngun og sorg þar á ströndu liafs- ins í kvöldsól hánorðursins, í ósléttum er- indum, en þó hjartnæmum : Hvern morgun skín sólin á löður og lönd og ljómar á stráið sem eik, hvertkvöldbrosir mánans hins reikandi rönd og rýnir á hverfulan leik ; en aldrei skín sólin á brosandi brá, því brúðurin drúpir nú ein ; ó máni, sem flýgur um festingu há, hvar finnur þú trúfastan svein ? Því vinurinn stóri, sem einum ég ann, sér unir í ljómandi borg ; á jörðunni er ekkert sem jafnast við hann, en ég geng hér alein í sorg ;

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.