Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 7
ÖLDIN.
103
“Það er betra en að alt ríkið eyðilegg-
ist,” sagði selaskytta frá Replot með spek-
ingssvip.
“Sækið þið eldibranda, piltar,” æpti
Vörábúi.
“Út í Krosshólm !” æpti öll þvagan.
0g óðara þustu allir fram, óðir og og upp-
vægir við sín eigin orð, eins og vant er að
ganga. Þeir þrifu með sér alla branda,
sem þeir fundu í eldhúsinu. Það var mik-
ið hús, og héngu þar hörflyksur stórar.
Einn veifaði brandi heldur hátt í ölæði
sínu og kveykti í hömum ; leið svo ekki á
löngu þangað til öll ölstofan stóð í björtu
báli. Mannösin sinti því engu, heldur
streymdi á stað. “Galdur, tómur galdur!”
æptu sumir sem óðir væri. “Flagðið í
Krossliólmi skal kenna á því!” æptuaðrir,
og allur hinn vitstola múgur hélt á stað
með hlaupi beina leið til hins gamla kastala.
Umsátin við Krosshólm.
Oðara en Emma — því hún var konan
við kastalavegginn — liafði skilið ásetning
múgsins, flýtti hún sér og hljóp sem fætur
toguðu leyniveg aftur til Krosshólms.
Máninn skaut silfurbjarma yfir sveitina, og
hún sá skýrt hvar Regína stóð með svörtu
lokkana við gluggann, leit höfuð hennar
út sem skuggi í skugganum inni í dimmu
lierberginu. En undir lokkahárinu leiptr-
uðu augu, djúp og draumsæl eins og
stjörnuskyn á lygnu vatni í næturkyrðinni.
Málið dó á vörum Emmu, því liinar mörgu
kynjasögur fyltu ímyndun hennar allskon-
ar ofsjónum. Var þá ekki þessi unga kona
þarna uppi í hinni dimmu gluggatótt ein-
hver seiðkona af Suðurlöndum, norn í álög-
um, sem harmaði örlög sín, þau er neyddu
hana til að eyða sínum sjö fríðleiksárum
innan þessara múrveggja, þangað til hún
yrði aftur, eins og hún áður var, ílagð og
fordæða, hálf kona og liálf höggormur ?
Emma stóð eins og otelni lostin urtdir
kastalaveggnum. En nær og nær færðist
niður og læti hins óða mannfjölda, og bráð-
um mátti sjá bjarmann af bröndunum, sem
bárust að kastalanum. Þá herti liin hjátrú-
arfulla bóndadóttir upp hugann og tók til
máls, en ekki hærra en svo, að hin mátti
heyra, er við gluggann stóð : “Flýið þér,
jungfrú,” sagði liún á sænskatungu, “flýið,
því þi'r eruð í bráðum voða, hermennimir
koma óðir og uppvægir, segja að þér hafið
viljað myrða konunginn, og ætla að heimta
líf yðar !”
Regína sá hina fólleitu konumynd í
tunglskininu, og einnig hennar ímyndun
varð óðara uppvæg af öllum þcim sögum,
sem hún hafði heyrt um þetta töíraland.
Hún liafði nú dvalið tíu mánaða tíma með-
al sænskra manna og numið tungumál
þeirra svo, að hún skildi það að mestu; þó
skildi liún nú ekki í fyrstu orðasambandið
en eitt einasta orð var nóg til að vekja alla
hennar athygli. “Konunginn”, hafði hún
eftir henni. “Hver ert þú, og hvað vilt
þú segja mér um hinn mikla Gústaf Aðólf?”
“Hikið ekki eitt augnablik, háa jungfrú”,
sagði Emma, án þess að gcgna Rcgínu,
“þeir eru komriir að portinu og frú Marta
með sex varðmönnum getur ekki varið
yður móti tveimur hundruðum manna.
Flýtið yðar ! Ef þér komist ekki út um
dyrnar, skuluð þér hnýta saman rekkju-
voðir og dúka og sigið í því niður frá
glugganum. Ég skal taka á móti yður”.
Nú fór Regína að skilja að hér var
hætta á ferðum, en því fór svo fjarri að
hún yrði óttaslegin, að það olli henni
leynilegrar gleði. Var hún ekki píslar-
vætti sinnar heilögu trúar, rekin norður í
þetta villuland fyrir ákefð sina að snúa
ltyrkjunnar volduga óvini ? Því var, ef
til vill, tíminn kominn að dýrðlingarnir
unnu henni körónu dýrðarinnar, ef hún
keypti hana með lífi sínu. Hvers vegna
skyldi hún flýja þá frægð, sem hún lengi
hafði lofsungið ? Var það ekki freistar-
inn sj'.lfur, scm í konu líki vildi tæla liana