Öldin - 01.07.1894, Síða 8
104
ÖLDIN.
til að glata djásni dýrðarinnar ? 0g Re-
glna mælti hátt: “Et dixit diabolns, da
tc præcipitem ex hoc loco, nam scriptum
est; angelis suis mandabit deus, ut te
tueantur, re ullo modo lædaris”. * Meðan
hún var að mæla þetta, kom máninn fram
hjá veggjarbrúninni og skein töfralega á
andlit hinnar fögru mevjar,vangar hennar
glóðu, og augun brunnu af kynlegum
eldi. Emma starði á hana með ógn og
undrun, og aftur flaug henni sama í hug,
að ekki væri einleikið með annað eins
augnaráð og annan eins róm og orðalag.
Ilún varð írá sér numin af ótta og skelf-
ingu og ílýði sem fætur toguðu burt til
bæjarins aftur.
Nú þegar heyrði Reglna háreysti niðri
I garðinum. Ilinn ölóði mannfjöldi hafði
numið staðar við kastalahliðið, sem var
iiarðlega lokað, og stóð þar með óldjóðum
og heitaðist að láta ekki stein yfir stcini
standa af kastalanum,ef galdrakonan væri
ekki þegar I stað ofurseld I hendur þeim.
En hún frú Marta, sem liafði vaknað við
vondan draum, lét sér ekki bilt við vcrða.
Ilún liafði á yngri árum sínum reynt ófi'ið
og umsát oftar en einu sinni, og vissi ekki
síður en vitur borgarvörður, að kastalar
falla ekki fyrir stóryrðum einum. Sá sem
tímann vinnur, vinnur alt, hugsaði hún;
létþví íara að semja um uppgjöf kastalans
og beiddist að fá að vita, livað þessir ó-
friðarmenn vildi og hverjar salcir væri til.
A meðan lét hún leita uppi sex ryðgaðar
byssur og selja þær I hendur uppgjafaliðs-
mönnum I kastalanum; sex fangaverðirn-
ir voru og vopnaðir kylf'um og spjótum,
og stúlkunum sjálfum voru fengnar burð-
arstongur, sem notaðar höfðu verið I
Kylfustríðinu til að leggja með að velli
fieiri ' en einn af Flcmings riddurunum.
*) Og djöfullinn sagði: Fleig þér hér of-
an af, því að skrifað stendur: Guð mun
bjóða englum sínum, að þeir beri þig á hönd-
um sínum, svo að þú eigi steytir fót þinn við
steini. Matth. 4.6.
Eftir þenna fyrirbúnað þóttist frú Marta
geta boðið óvinunum byrginn og hætt við
friðgerðina; gekk hún nú út úr borgar-
hliðinu alsköpuð og hóf snjalla ræðu án þess
að spara ómjúk orð og einurð fulla: “Þið
nautheimsku slæpingar og slóðar!” þann-
ig byrjaði húsfreyja mál sitt með fremur
mergjuðum orðum, en hæversklegum.
“Andskotinn hafi ykkur alla saman með
tölu, þið blindfullu svín! Smánist þið
burt aftur þegar í stað, annars megið þið
eiga það víst, ef ég heiti Marta Úlfsparri,
að hann Klólangur skal klóra ykkur til
blóðs á baki, þið bansertir drabbarar, erki-
dónarnir, ærulausu óreglu- og uppnáms-ó-
aldarhundarnir, sem brjótið frið á fólki
um miðjar nætur!”
Klóalangur var sem sé vöndur all-
mikill íiéttaður úr spænskum tágum; lét
Marta húsfreyja hann oftast hendi fylgja,
enda báru allir íbúar kastalans staka vh*ð •
ingu fyrir hans siðakenningum. En hvort
lieldur það kom af því, að hinn háværi
skari þckkti miður kenningar Klóalangs,
cða af hinu, að orð húsfreyju lieyrðust
ekki fyrir hávaðanum nema af þeirn, sem
næstir stóðu, þá héldu menn áfram um-
brotunum og ógnarmálunum svo að furu-
viðarhurðin brakaði og svignaði í öllum
samskeytum. “Ilingað út mcð galdra-
nornina!” æptu hinir óðustu, og sumir
voru enda farnir að kasta eklibröndum á
borgarhurðina í því skyni að kveikja í
kastalanum.
Frú Marta hafði tvær luralegar fall-
byssur á kastalaveggnum; þær voru frá
dögum Gústafs Vasa, og hétu Haukur og
Dúfa. Þeirra meinlausa ákvörðun hafði
þá fyrir löngu verið elngöngu sú, að svara
skipum, sem heilsuðu og svo á stórhátíð-
um, svo sem á nafndögum og við brúð-
kaup, að votta fögnuð manna og hollustu.
Nú lá virkið raunar fyrir utan sjálft lcast-
alavígið, sem þá var, en það var hár furu-
viðar skíðgarður, settur járnbroddum, og
var það því hægra fyrir óvinina sjálfa en