Öldin - 01.07.1894, Síða 11

Öldin - 01.07.1894, Síða 11
ÖLDIN. 107 Is ;a að segja lýðnum frá hinum ósýnilega guði, og livatti þá til þcss að iilýða boðum lians. Gyðingar hlustuðu á hann og sögðu að andi guðs væri yflr barni þessu. Þegar Issa var 13 ára gamall, var það ráðið, eftir veuju Gyðinga, að hann skyldi kvongast, og buðust hinir auðugustu gyðingar til þess að gefa honum dætur sínar. En Issa leyndist í burtu með kaupmönnum til Ind- lands, til þess að verða fullnuma í prédilc- un guðs orða, og nema lögmál liins mikla Buddha. Fyrst settist hann að hjá flokki einum af Aryanaþjóð. Fiaug orðrómur- inn um liann á undan honum, og þcgar þeir fóru um iand “hinna finnn fijóta” (Pendschah), buðu átrúendur guðsins Dschain honum hjá sér að vera. En hann fór til Brahmana og tók að nema Veda- bækur. Svo fer handrit þetta mörgum orðum um það, hvernig það atvikaðist, að Issa varð fyrir reiði Brahmana fyrir það, að hanu vildi láta framkvæma í verki kenn- ingu þá, að allir menn væru jafnir fyrir guði, og krafðist þcss, að afnumin væri skifting þjóðarinnar í aðslcilda floltka. Önn- ur ástæðan fyrir því, að þeir lögðu fjand- skap á hann, var sú, að hann neitaði þeirri trú Hindua, að ritningar þeirra væru inn- blásnar af guði, og þvi, að liann kendi, að guðs andi byggi í hverjum manni, einkum þó þeim, sem væru af lágum stigum og væri neyddir til að afla sér brauðs síns í í sveita síns andlitis. Enn frcmur segir handritið frá því, er Issa neyddist til að flýa frá Brahmönum og fór til Buddhatrú- armanna og bjó hjá þeim í fjallendunum og lærði þar ‘Pali’-málið og speki ‘Sutrus.’ Svo segir handritið, að sex árum seinna hafl Buddha útvalið Issa til þess að prédika lögmál sitt heiðingjum. Hann gerði það, og hvatti iýðinn til þess að snúa sér frá skurðgoðadýrkun. Hann sagði þeim frá skapara heimsins, föður allra manna, sem menn ekki ættu að dýrka með formum, hcldur með hreinlcika hjartans og góðu lif- erni. Þ?;r.r Issa k:z: tU rcrsnlr.”:’.:, t.'k hann að prédika á móti hinum guðlastandi konningum þeirra* og dýrkuninni á Zend- Avesta ;** en varð þá að flýja buvtu fyrir reiði prestanna. Hann var 2!) ára gamall, þegar hann snéri aftur heim til sín. En er þangað kom, sá hann fljótt, að Gyðingar voru svo þjáðir undir oki heiðingja, að þeim var allur hugur fallinn. Ilonum fanst mikið til um liagi þeirra og hvatti þjóð sína til þess, að halda fast við guð, sem hann sagði að hefði séð aumur á þeim, og spáði því, að lausnin væri í nánd. Ilann sagði þeim að biðja til guðs og reisa hon- um musteri í hjörtum sínum. Æðsti höfð- ingi landsins, Pílatus, sat í Jerúsalem, og sá hann að lýðurinn liópaðist um Issa. Varð hann þá hræddur, einkurn er liersliöfð- ingjar hans sögðu lionum, að Issa væri að æsa lýðina til uppreisnar með því að spá því, að landið yrði bráðlega laust við yflr- ráð útlcndinganna. Pilatus lét því taka Issa og leiða fyrir dóm. En til þess að styggja nú ekki Gyðinga, kom liann því svo fyrir, að prestar og vitringar landsins skyldu dæma hann. Dðmarar þessir lcigðu fyrir hann margar spurningar, en hann varði sig og kenningar sínar. Lýstu þá dómarar þessir hann saklausan, létu hann lausan og sögðu landstjóranum, að undir- mcnn hans hcfðu flutt lionum söguna ranga. Reiddist þá Píiatus mjög, en réði þó af að sýna ekki reiði sína. Hann sendi út njósnarmenn til þess að hlusta á ræður þær allar, cr Issa fiutti, rannsaka gjörðir hans og scgja sér aftr. Njósnarmenn þess- ir tóku þá að spyrja hann um kenningar lmns, í þeirri von að þeir gætu feugið sök á lionurn, en hann var þeim vitrari. Eitt sinn lagði hann út af spurningu einni, er þeir lögðu fyrir hann, og flutti þá ræðu mikla um virðing þá, er konum bæri að sýna. Þannig kendi liann í þ’-jú ár án þcss að njósnarmenn gætu fengið færi á honum. :ij Djöflakkenningunni góðu. Þý». 1’v - sa. I Ýn,

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.