Öldin - 01.07.1894, Síða 12
108
ÖLDIN. ■
En einlægt óx virðing hans lijíi alþýðunni,
og gramdist Pílatus rajög af því. Ifann
hélt að hann rnundi æsa þjóðina til upp-
hlaups og láta kalla sig til konungs. Mút-
aði því landstjörinn nokkrum mönnum til
þess, að bera falskan vitnisburð á móti Issa,
er hann hafði kastað í dýflissu í jörðu niðri
og lét þar pinda hann. Reyndi Pílatus þá
að fá hann til að segja eitthvað saknæmt,
svo hann gæti höfðað mál gegn honum.
En Issa þoldi pindingar allar þegjandi.
Þegar prestar og spekingar Gyðinga heyrðu
þetta, þá fóra þeir til Pílatusar og báðu
hann að leysa Issa, svo að hann gæti vcrið
á hinni miklu liátíð þeirra er bráðlega átti
að verða. En Pílatus neitaði bón þeirra.
Þá báðu þeir hann að láta Issa koma fyrir
öldungaráðið, svo mál hans yrði rannsakað
og hann dæmdur sýkn eða sekur áður en
Iiátíðin færi fram. Þetta lofaði Pílatus að
gera. Daginn eftir var Issa Ieiddur fyrir
ráðið ásamt ræningjum tveimur, svo að
hann yrði eigi dæmdur einn. Yar Pílatus
þar viðstaddur og sagði við Issa : “Maður,
er það satt að þú hafir æst lýðinn upp gegn
yflrvöldunum í þeim tilgangi að verða kon-
ungur Gyðinga ?” En Issa svaraði :
“Menn verða ekki lconungar af þeirri einni
ástæðu, að menn óska þess. Þér heflr ver-
ið sagt rangt frá, er menn sögðu þér, að ég
væri að æsa lýðinn til upphlaups. Ég hefl
ætíð prédikað um guð himnanna, sem ég
kendi lýðnum að tilbiðja. Ég sagði þeim,
að þótt þeir væru ísraelsbörn, þá liefðu
þeir tapað hreinleika sínum, og mundi
þeim hegnt verða og musteri þeirra niður-
brotið, nema þeir snéru aftur til tilbeiðsl.
unnar á hinn sanna guð. Veraldlcg yfir-
völd ciga að halda uppi reglu í landinu, og
liefl ég ætíð hvatt lýðinn til að gleyma því
ekki. Eg sagði þeim að lifa á þann hátt,
sem ástæður krefðu, að raska ekki friðnum
og muna eftír því, að spillingin væri í
þeirra eigin hjarta og huga. Ég sagði
þeim, að himnakonungurinn hefði refsað
þeim og svift þá konungum af þeirra eigin
þjóð, og bætti því við, að ef þeir væru ckki
ánægðir með kjör sín, þá mundu þeir eklci
öðlast himnaríki.” Yoru falsvitnin þá
framleidd, og sagði einn þeirra við Issa :
“Þú hefir sagt að veraldleg yfirvöld mættu
sín ekkert á móti veldi konungs þess, er
bráðlega mundi leysa Gyðinga frá ánauð-
aroki heiðingjanna.” þá svaraði Issa :
“Blessaður sért þú, því að þú hefir talað
sannleika. Konungur himnanna er meiri
og óendanlcga máttugri cn manna lög, og
ríki hans skyggir yflr öll ríki jarðar þess-
arar. Tíminn er þegar kominn, er Israel
hlýðir vilja guðs og kastar burtu syndum
sínum, því að það hefir verið skrifað, að
fyrirrennari mundi koma og boða laus-n
Israelsþjóðar og sameina alla þjóðina I eina
stóra familíu.” Þá sagði Pílatus til dómar-
anna : “Hafið þér heyrt þetta ? Issa ját-
ar glæp þann, sem hann er sakaður um ;
dæmið hann nú eftir lögum yðar og dæmið
hann til dauða.” En dómararnir svöruðu:
“Vér getum ekki dæmt hann til dauða, því
hann talaði að eins um konung himnanna,
eins og þér hafið heyrt, en hefir ekkert
sagt á móti lögúnum.” Þá kallar Pílatus
fram vitnið, sem hann hafði mútað til þess
að bera falslcan vitnisburð á móti Issa.
Sagði þá maður þessi við Issa : “Er það
ekki satt, að þú hafir kallað þig konung
Gyðinga, þegar þú sagðir, að konungur
himnanna hcfði sent þig til þess, að undir-
búa sinn lýð ?” En Issa blessaði hið falska
vitni og sagði: “Þú munt miskun hljóta,
því að það sem þú sagðir kom ekki frá
þínu eigin hjarta.” Síðan sagði Issa til
Pílatusar : “Hví lægir þú tign þína með
því, að kenna þjónum þínurn að bera falsk-
an vitnisburð, þegar það er á þínu valdi,
að dæma liinn saklausa sekan ?” Þcgar
Pílatus heyrði orð þessi, varð hann óður og
skipaði að dæma Issa til dauða, cn hina tvo
sýkna. Dómararnir héldu þá fyrst ráð-
stefnu og sögðu svo við Pílatus: “Vér
getum ekki lagt þann glæp á samvizkur
vorar, að dæma hinn saklausa sekan, en