Öldin - 01.07.1894, Síða 13
ÖLDIN.
109
sleppa ínorðíngjunum óhegndum; það er á
móti lögum vorum. Gjör þú sem þér sýn
ist.” Síðan gengu prestarnir, öldungamir
og spekingarnir út, þvoðu hendur sínar í
helgu keri og sögðu: “Saklausir crum
vér af hlóði þessa réttláta manns.”
Eftir skipun landstjórans var nú Issa
leiddur á aftökustaðinn með hinum tveim-
ur ræningjum, og krossfestur. Allan dag-
inn hékk hinn blóðugi líkami Issa á kross-
inum og gættu hermennirnir hans; en lýð-
urinn stóð í lcring og frændur Issa báðust
fyrir og grétu. Þegar.sól settist voru kval-
ir hans á enda og hann misti-meðvitundina
og sála hans losaðist við líkamann til þess
að sameinast aftur guði. En á meðan þetta
fór fram iðraðist Pílatus gerða sinna.
Hann skipaði að fá frændum Issa í hcndur
líkama hans, cn þeir grófu liann nálægt af-
tökustaðnum. Mikill íjöldi fólks vitjaði
grafarinnar til þess að biðjast þar fyrir, og
veinuðu sáran. Landstjórinn varð nú enn
liræddur um, að hinn mikii og almenni
söknuður mundi leiða til upphlaups, og
sendi því flokk hermanna til grafar Issa og
tók burtu lík hans og lét grafa það á öðr-
um stað þrem náttum seinna. Þegar fólk-
ið kom að gryfinni daginn eftir, var hún
opin, en líkið liorfið. Þá kom upp kvittur
sá, að liinn æðsti dómari hefði sent eiigla
sína af himnum ofan til þess, að taka burtu
lík hins lielga manns, cr nokkur hluti guð-
dómsins hefði búið í rncðan hann lifði á
jörðu þessari. Þegar Pílatus heyrði þetta,
réði hann sér ekki fyrir reiði, og bannaði
hann að nefna Issa á nafn, eða biðja til
guðs fyrir lionum. Þeir sem það gerðu,
skyldu týna lífi sínu eða seljast í þrældóm.
En alt fyrir það hélt lýðurinn áfram að
gráta Issa dauðann og halda á lofti tign
hans. Voru þá margir pindaðir, líflátnir
eða seldir í þrældóm. En lærisveinar Issa
fóru af landi burt og boðuðu heiðingjum
kcnningar hans.
A Tll UG ASEMD.
Um handritsfund þann, er getið er um
að framaii, hefir svo rnargt verið sagt og
ritað um undanfarinn tíma, að oss þótti
ekki ótilklýðilegt að birta dálítið fullkomn-
ari útdrátt úr þessu handriti, en Islending-
ar hafa til þessa átt kost á að sjá. Jafn-
framt ber að geta þess, að fræðimönnum
þykir mikið vafasamt, að handritið sé alt
það sem það sýnist vera. Sjálfsagt er og
það, að enginn trúflokkur viðurkennir það
í þeirri mynd sem þeir eiga kost á að sjá
það nú. Þýðing Notovitch er þannig feng-
in, að kennimaður í klaustrinu, er handrit-
ið hefir að geyma, las honum f'yrir en hann
ritaði eftir á sínu tungumáli (rússnesku).
Eæður því að líkum, að þýðingin sé alt
annað en bókstafleg, en ekkert nema bók-
stafleg þýðing getur fullnægt kröfum
manna, hvort lieldur þeir eru kyrkjumenn
eða kyrkjumenn ekki. Notovitch gerði
sitt ítrasta að fá handritið keypt, en við
það var ekki komandi. Þess vegna er ó-
þægilegt að fá þá fullkomnu þýðing þess,
er heimurinn krefst, enda þó, sem óvíst er,
að eigendurnir vildu leyfa þar til kjörnum
tungumálafræðingum að handleika það og
þýða.
Þrátt fyrir að þessi vafi á gildi ritsins
er viðurkendur, eru þó til merkir menn,
sem nú þegar hafa skýrt þetta handrit
sjötta (judspjallið *. Samkvæmt öllum
breskum lögum og öllum hérlendum lögum
er liver maður sýkn saka þangað til búið
er að sanna hann selcan. Á sama hátt
vilja þessir menn álíta að þetta handrit sé
gildur sannleiki þangað til búið er að sanna
það uppspuna, eða skáldskap, eins og væg-
ir mótmælcndur þess komast að orði.
Orthodox-trúmenn aftur á móti vilja, eins
og eðlilegt er, að frönsku laga-ákvæðin
gildi, en þau, eins og lcunnugt er, segja
*) Fimta guðspjallið nefna ýmsir fræði-
menn merkisrit Itenans : “Æfisaga Jesús
Krists”.