Öldin - 01.05.1895, Blaðsíða 1

Öldin - 01.05.1895, Blaðsíða 1
OlcLin. Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter. III., 5. Winnipeg, Man. Maí. 1895. Þrjú kvæði eftir Ki'istinn Stefáansson. NORÐURÁRDALUR. ílann heflr ei aílögu hlýinda-skjól, í helkulda-næðingi svalur, 0g ekki’ oímikið að scgja af sól, Inn sól-litli Norðurárdalur. 0g þar hefir norðlenzki veturinn vöíd, — Sá vægir ei dalbygða lýðum — Og löng er þar skammdegis-kreppan og Á kafi í dynjandi hríðum. [köld Og þar er það lengi að sér ekki sól — Á sólina háfjöllin skyggja. Og fannirnar kingjast um hlíðar og hól Og hjörn fram á vordaga liggja. En samt var mér vel við þann sólsnauða Er sól skein þar loks yfir tinda. [dal Nú ann ég þeim fjarlæga fannhallar-sal Með tiailanna aflrama vinda. Og þar hef ég lifað þá ijúfustu stund, Sem leit ég á feðranna grundu, Og dansað við ylríkann eyglóar-fund Með ástvörmu hjarta og mundu. í hvert sinn er vor leysir harðinda-hnút, Sem herti’ að í skammdegi svörtu, Úr hrofunum börn koma hoppandi út • Til að horfa í sólina björtu. Og ylurinn leitar þá leið sem er skemst Til að lífga og verma og hugga, Og svo ofan hlíðarnar sólskinið kemst Og seinast í bæ — innum glugga. 0g þá lengist sólbraut og þá leysa flóð, Og þá hlýnar brekkum á vöngum, Og dalurinn vefst inn í voriflíðu-ljóð Með vinda og straumanna söngum. UM VETRAR-N()TT. Moka’ í vestri þunnleit þokuský, Þykir vænt um næturloftið svala, Lognið, sem þau liggja grafkyr í, Leiðir rökkrið fram með kyrðardvala. Stjarnan þarna’ og þetta mánaflak, Þessa nótt á vesturhimni finnast, Yfir gult og gárótt skýja-þak Glampar þeirra kaldir saman tvinnast. Líða þeir í logagyltum hjúp Létt sem eymur hljóðs í klökkum nótum, Út um grafkyrt dauðaþagnar djúp, Detta svo á snjóinn mér að fótum. Birtir, hýrnar fanna-flæmið hvítt, Fegurð vetrar blikar mig í kring um: Munda-svala hjarnið hörundsfrítt Eöndur ski-eytir frostsins demantshring- um. Langt í norðri skín á skýja-fjöll Skallhvít eins og jökultinda háa ; Máninn lýsir vetrarhelju höll, Hríðarport og ktíiguturna gráa. Einhvern þungan eyðileik ég flnn Einn á þessum snjóaflæmis vegi;

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.