Öldin - 01.05.1895, Síða 4

Öldin - 01.05.1895, Síða 4
68 ÖLDIN. með vinsamlegri samræou. Alt í einu urðu þau óttaslegin mjög af því, hve svíp- lega sjórinn tók að hækka. Yöxtur sjáv- arins kom til af því, að óteljandi hvalir komu af hafi utan og syntu mcð ógnarhraða til lands. Virtist nú Sko-kun, að meðal hvalanna þekti hann San-agen, tengdabróð- ur sinr, ogréði af þvi; að hann hefði hleypt sér í hvalsham og öllum liðsmönnum sin- um, til þess á þann hátt að ná til kónu sinnar. Sko-kun hræddist að hætta væri húin af flóðinu, og kallaði því systurson sinn, Ninkils-sla, út úr húsinu, og hað luinn að skipa flóðinu að fjara út. Þetta var gert, og lágu nú allir hvalirnir í þurrum sand- inum og börðust um fast. Þá kendikonan í bi'jöst utn mann sinn og bað bróður sinn að vægja honurn. Henni til mestafagnað- ar lót hann að orðum hennar ogbauð Nink- ils-sla að láta sjóinn flæða, á landið á ný. Æðandi öldur gengu þá á landið á ný með dunum og dynkjum og liuldu hvalina í sandinum, sem snóru á flótta til liafs með ákefð mikilli, undir eins og þcir komust í eðlilegt ástand. Ninkils-sla óx siðan upp hjá móður- bróður sínum. Bar lrann snemma af jafn- öldrum sínum fyrir gáfur og benti alt til þess, að framtíðin ætlaði honum mikinn starfa. Einu sinni eftir að hann var stálp- aður orðinn, bar svo til, að hann var send- ur út í skóg til að sækja harpeis-tegund eina, er Indíánum, konum sem körlum, þykir rnikið vai'ið í að tyggja. í skógin- um ln'tti drengurinn ókunnan mann, er kvaðst vera skógar-andinn, en hann mál- aði andlit Nii.kils-slas og gaf lionum að skilnaði kjörgrip þann, er hann gæti hag- nýtt til að ávinna sér ást allra kvcnna eft- ir vild. Með þennan dýrgrip hélt svo Ninkils-sla heimleiðis, og á leiðinni mætti hann konu móðurbróður síns. Gaf hann henni þá ögn af barpeisnum, og til að reyna ágæti ástameðalsins, nefndi hann .orðin sem útheimtust til þess töframeðalið verkaði. Hann hafði ekki fyr slept orðinu, en fósturmóðir hans varð ástfangin í hon- um. í því skyni að geta verið ein hjá ást- vin sínum, kom hún manni sínum til að fara í selaveiðar daginn eftir. Hann grun- aði ekkert og lét svo að orðum hennar og gekk hún þá með dugnaði að því að útbúa hann í ferðina og flut' i það sem þurfti í birkibátinn, er flytja skyldi veiðimennina. Ninkils-sla auðvitað varð eftir heima, og undir eins og hann hélt föðurbróður sinn nógu langt úr garði, beitti hann ástameð- alinu á ný. Hann hleypti sér og í gerfi fallegs fulltíða manns og gekk svo til móts við fóstru sína og voru þau innan skamms í faðmlögum. Þau höfðu ekki fyr lagt “kinn við kinn” en upp reis ógnastörmur með þrumum og eldingum og batt snögg- an enda á alla dýrð elskendanna, og það á (jhagkvæman liátt. Ilöfðingjanum, Sko- kun, leizt ekki á þetta veður, og sagði það óneitanlega boða sér einhverja ógæfu. Ilann hölt því fram við förunauta sína, að einhver liætta vofði yflr húsi sínu og heim- ili, aðra þýðingu gæti þessi snögga veður- breyting ekki haft, og hvatti þá til að hverfa hcim aftur tafarlaust. En þegar hann ltom heim og alt var í röð og reglu og engir ókunnir menn voru sýnilegir í grendinni, þá sefaðist hann, og þar sem vindurinn liatði gengið niður og þrumurn- ar voru hættar, þá lagði hann af stað aftur í selaveiðarnar. Hann liafði naumast hrundið bát sínum á flot, þegar annað of- veður með þrumum skall á, enn ægilegra en hið fyrra. Nú var hann sannfærðui' um, að stormui'inn var bending til hans sjálfs. I þeirri trú staðfestist hann og þegar heim kom, því þá duldist honum eklci trygðleysi konunnar. Ninkils-sla var nú neyddur til flýjaút í möi'kina fyrir ofsareiði móðurbróður síns. Hann gerði sér þá boga og örvar, og fyrsta skepnan sem hann skaut var Ijómandi fall- egur smáfugl og fló liann af honum ham- inn. Ilaminum stakk hann undir vinstri

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.