Öldin - 01.05.1895, Page 9

Öldin - 01.05.1895, Page 9
ÖLDIN. 73 flestir, sem álíta, að Indíánar hafl uppruna- lega komið til Ameríku frá Asíu, yflr um Beringssund. Þó eru þeir til, sem ætla að Jieir hafl komið þvert yflr haflð frá Kín- landi til Mexico, því kínversk fornrit tala um land langt í austur frá Kína, fyrir handan haflð, seni nefnt er Fu-San. Af óljósri lýsing þessa lands er ráðið, að það sé Mexico; en fræðimenn ýmsir eru nú farnir að halda því fram, að Fu-San sé ein- hver eyjan í Ivyrrahaflnu norður af Japan. Ráða þeir það einkum af því, að lýsing landsins, stjórnarfyrirkomulags, þjóðsiða o. þvl., líkist austrænum þjóðsiðumof milc- ið til þess, að þeir geti heimfærst upp á Indíána. Enn eru nokkrir sem ætla að Indíán- ar séu komnir til Ameríku frá liinu ímynd aða löngu týnda meginlandi Atlantis, og sumir ætla þá komna frá Suður-Evrópu löndum,af því Aristoteles getur um sigling- ar Cartagómanna vestur um haf til lands mikils með stórum vatnsföllum. Alt þetta eru gátur og þykja margar hvorar miður líklegar, þegar farið er að rannsaka þær. Nú nýlega reit þýzkur fræðimaður, Dr. Edw. Seler, um þetta mál í tímaritinu “Prussische Jahrbucher” (Ber- lín), og lætur þar í ijósi það álit sitt, að all- ar þessar sagnir séu ástæðulausai', en held- ur því fra.n, að Indiánar séu Ameríku- menn frá upphafl. Fyrst og fremst þykir honum undarlegt, að allir þreyti við að leita eftir uppruna Indíána-menningar í einhverjum fjarlægum löndum, þar sem þó engum manni kom í hug að leita eftir uppruna kínverslcrar menningar í Egyfta- landi t. d., eða Indverskrar menningar í Kaldculöndutn. Honum þykir öll menn- ingarsaga Indíánanna í Mexico benda á, að hún tillieyri landinu sjálfu, en sé ekki aðfengin, miklu fremur, að menningin hafl þaðan drcifst út um alt landið, að minsta kosti haft áhrif á Indíána-heildina. Ræður hann það af því, að tungumál, trú, siðir og stjórnarskipun allra Indíána-flokka líkist yfirgengilega tungu, trú, siðum og stjórnar- skipun Mexico Indíána. Þetta þykir honum benda á, að allir Indíánaflokkarnir séu af einum og sama stofni runnir. Þó kross- myndaðir skrautgripir og myndrúnir (hieroglyphs) hafl fundist hjá Indiánum, þykir honum það engin sönnun fyrir því, að til þeirra hafi komið kristniboðar cin- hvern tíma á löngu liðinni öld. Ekki heldur þykir honum það sönnun fyrir nær- veru Buddhapresta, þó hjá þeim hafl fund- ist skraxttgripir og teikn, sem líkjast kín- verskum skrautgripum og tciknum. Sínu máli til sönnunar segir liann söguna sýna, að sams konar uppfindingar hafl oft átt sér stað á sama timabili í fjariægum löndum, og án þess annar uppflnnarinn hafl nolck- uð fregnað um iiinn og hans starf. ITann segir og sannað, að Indíánar í Mexico hati bætt ýmsu inn í sína goðasögu, að eins til að þóknast Spánverjum. Þetta segir hann greinilegt af því, livernig sagan taki að breytast undir eins eftir að Spánve"jar komu þangað. Ritgerðin öll gengur út á að helga Ameríku einni sína Indíána, og segir hann, að þess fyr sem menn hætti að gera sér grillur um upprunastöðvar þeirra í öðrum iöndum, þess betur gangi mönn- um að rannsaka þeirra fornu sögu. Að herða aluminium er nýjasta uppíindingin og er liöfundur þeirrar aðferðar canadiskur maðui-, F. Al- lard í Quebec. Fyrir fjórum árum eða svo uppgötvaði þessi sami maður aðfeLð- ina sem forn-Egyptar höfðu, eða aðra sem gildir ekki síður, við að herða kopar, svo úr honum yrðu gerð verkfæri ígildi stáls -að hörku og þoli. Fyrir nolckru lét hann í ijósi þá von sína, að hann gæti cinnig liert hvítmálminn nýja, aluminium. Tók hann þá að smíða fallbyssu litla úr alum- inium, og er hún nú fullgcr og heflr verið reynd í viðurvist fjölda þar til kjörinna manna, sem fulltrúa Canada og Banda-

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.