Öldin - 01.05.1895, Qupperneq 8

Öldin - 01.05.1895, Qupperneq 8
72 ÖLDIN. Fróðleiks-molar. Eekert er nítt. ELcki alls fyrir l jngu vora í “Literary Digest” birtir kaflar íu ritgerð eftir próf. Nicholas M. Butler, sem sýnir fram á, að heimspekingar forn-Grikkja héldu meira og minna við þá skoðun, sem alment er á- litin ein af hinum vísindalegu uppgörvun- um nútíðarinnar, þá skoðun, að maðurinn sé kominn af óæðri dýrum. í Aprílmánaðarheftinu mintist mánað ■ arritið “TheNational Druggist” á þetta og flytur í því samhandi ritgerð, er sýnir fram á, að bakteríuþekkingin sj ekki eins ný eins og margur ætli. Er þar sérstaklega bent á bækling “um ^veitalífið” (De Ee Rustica) ef'tir Terentius Varro, þjdðhöfð- ingja Rómverja er hann reit átímabilinu 115 til 110 f. K. I cinum kaflanum, sem sér- staklcga höndlar um það, hvar hcntugast sé að byggja íbúðarliús, og hvernig þau slculi byggja, segir liann á þessa le'ð : “íbúðarhúsið skyldi byggja við ræt- urnar á skógi krýndri hæð, eða hól, um- kringt af víðáttumiklu beitilandi, og skyldi það (húsið) snúa móti lieilsusamlegustu vindáttinni. Það er gott að framdyr þess viti á móti því miði, er sól rís á um jafn- dægur (há-austur), því sú afstaða veitir skugga nokkurn á sumrum, en nýtur ár- dagssólarinnar á vetrum. Ef óumflýjan- legt er að byggja húsið á árbakka, er áríð- andi að setja það þannig niður, að það sé hvorki óhóflega kalt á því á vetrum, né ó- heilsusamlegt á sumrum. Þá verður og vandlega að athuga, að ekki séu mýrar eða flóar í nágrenninu, heilsunnar vegna, og þeirrar ástæðu vegna enn fremur, að þegar mýrin þornar framleiðir hún ákveðna örsmáa maura, ósýnilega með berum aug- um, og sem, bornir í loftinu [eða með vind- inum] fara inn urn munn og nasir og íram- leiða þrðl íta sjúkdóma.” A öðrum stað scgir Nat. Dmggist að Varro láti menn í bókinni hlýða á ímynd- að samtal Fundianusar, landsdrottins eins, Agriusar, sem var bóndi, og Scrofa, sem ekki sést hverrar stéttar var, en sem oft er nefndur í bókinni, og ætíð er látinn út- skýra og leggja álierzlu á eitthvað, sem höfundurinn hefir áður sagt í forskriftar framsetning. I þessu samtali segir Fundi- anius: “Setjum svo, að ég erfði bújörð líka þessari, hvað gct ég gert til að sneiða hjá sóttnæmum sjúkdómum ?” “Seija hana,” svaraði Agrius, “fyrir livað sem í boði er, eða láta liana standa ó- notaða ef ómögulegt er að selja.” “Nei, nei,” greip þá Scrofaframí; “en þú verður að varast að framstafn liúss þíns viti gegn áttinni, sem flytur óheil- næma vinda. Elcki máttu heldur byggja það í hvos eða daiskoru, heldur á hæð nokkurri, þar sem vindur nær til og feykir óheilnæminu burtu, ef það berst þangað. Hæðinni fyigir og sá kostur að þar nær sólin til að skína. allan daginn og cr þar af leiðandi heilnæmastur staður, því ef nokk'ur sóttefni berast þangað, eða fram- leiðast á staðnum, er annað tveggja, að vindurinn ber þau strax burt, eða só lar hitinn og þurkur loftsins eyðir þeim.” “Þetta er laus þýðing,” segir National Druggist, “en nákvæmlega rétt að því er snertir meiningu hinna latnesku orða, sér- staklega þeiri'a, er mesta þýðingu hafa í þessu efhi. “Fljótfærni og framhleypni þessa þjóð- höfðingja var talin sem ástæða lyrir ósigri Rómverja í Cannæ-orustunni. Það iná vera, að hann liafi verið lélegur herstjóri, en vísindamaðui' milcill var hann óneitan- lega, miklu meiri en nokkur samtíðamaður hans, og langt á undan cftirkomcndunuin um nærri 2000’ár.” HvAR ERU INDÍÁNAR UPPRUNNIR ? Eins og kunnugt er, hefir margt ver- ið ritað um það má), og eru þeir líklega

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.