Öldin - 01.05.1895, Qupperneq 16
80
ÖLDIN.
“Svei, ert þú ]pað, argi Jesúíti!” æpti
iiiim ókunni. “Yarðmenn ! komið ! takið,
grípið liinn versta fant, sem gengur um
jörðina,” og um leið og liann talaði þreif
hann í loðfeld munksins. Fyrst reyndi
Hierdnýmus í snatri að losa sleðann ogláta
hestinn koma sér undan. En þegar það
tókst ekki, slepti hann feldinum og sleit
sig lausann frá óvini sínum, íleygði sér yf-
ir rimarnar og stökk niður á ísinn, sem' í
frostgaddinum hafði lagt elfuna milli kast-
alahólmans og meginlandsins. Rétt að
því búnu var hann horflnn út í hálfrökkrið.
Varðmaðurinn hafði heyrt kaliið, kom
hlaupandi og skaut á eftir flóttamanninum
en hæfði liann ekki. Nokkrir dátar bjugg-
ust til að elta liann.
“Farið ekki út á ísinn, piltar,” sagði
skeggjaður yfirliðsmaður; “það kom þýð-
viðri í nótt og straumurinn heflr skcmt ís-
inn að neðan; olfan ryður sig f dag, hugsa
ég.”
“En þarna stökk strokumaðurinn nið-
ur á liann,” kölluðu aðrir.
“Skrattinn hirðir hann,” svaraði yfir-
dátinn rólega. “Eg ímynda mér að nú sé
hann kominn í hana amma."
“Ifvað crtu að segja ?” spurði maður-
inn við sleðann felmtraður
“Eg segi að kerlingin* hafi fengið ár-
bita í dag,” svaraði dátinn með sömu ró-
sem. “Heyrðu, veiztuþað? Hún geyr
eins og grimmur hundur; nú er hún á-
nægð.”
Allir hlustuðu forviða á dunur vatn-
anna. Þótti þeim sem hinn tröllslegi foss
fengi nýjan berserksgang þá í birtingunni.
yfirliðsmaðurinn gat rétt til .• niðurinn lét
sem spangól í soltnum hundi, sem fengið
hefir bráð eða bita.
Bertel og Regína.
Við hurfum frá farandriddaranum
okkar af La Marcha, þar sem hann lá lú-
inn eftir ævintýr sín og armæðu og svaf á
kotbænum Ylihermu. Nýlega hittum við
liann á brúnni við Kajaneborg, þar sem
honum förlaði takið á hinum illa og öllum
leiða Jesúíta, sem hann þegar hafði þekt
gegnum rúðuna í skógarkotinu. Hvernig
Bertel liafði gengið ferðalagið alla þessa
tíu eða tólf daga, frá því liann kom heim,
er auðvelt að ímynda sér. Hann hafði
villst við eltingaleik sinn eftir strokufólk-
inu og liringsólað siðan um aliar götur í
Austurbotni, lcomist alla leið til Úleáborgar
og loks, er hvert spor var hætt og horflð,
hafði honum komið það áræði í liug, að
leita þeirra austur í Kajane-óbygðum. En
hvers vegna heíir liinn ungi riddari iagt
slíkt kapp á að elta þau Regínu ? Það
munum við nú bráðum sjá.
Framhald.
Lcinrótting-.
í kvæðinu Heimsskautafararnir í 3. bl.
Aldarinnar næstl. mánuð, eru þessar villur :
Fyrsta erindi, fjórðahending: “Sem áður
liuldi jörð og djúpur sjár,” á að vera : Sem áð-
ur huldist jörð og djúpur sjár. — I fjórtánda
erindi hefir þriðja hending fallið úr á eftir :
“Sem enn geti’ ei bugað líkams þjáning nein,”
á að koma : nje sorgir nje dauði, sdlarþrekið
hart. —- Tuttugasta og annað erindi, sjötta
hending : “Sem iífsins voði bja,rmi’ á Heljar
kinn,” á að vera : Sem lífsins roði bjarmi’ á
Heljar kinn.
KVNl : Kiiistinn Stepansson : Þrjú kvæði
(Norðurárdalur — Um vetrarnótt— Sól-
bráð). — F. Jaoobson : Munnmælasög-
ur Indíána. — Fróðleiksmolar. —Tope-
lius : Sögur herlæknisins. — Leiðrétt-
ing.
Ritstjóri : Eggert Jóhannsson.
*) Amma (á finsku) þýðir kerling,
Heimskringla Prtg. & Publ. Co.