Öldin - 01.05.1895, Blaðsíða 13
ÖLDIN.
“Munkur,” hrópaði hún með vaxandi hræði
og skók og liristi hinn volduga óvin, sem
með engu móti mátti losa sig, “ég þekki
þjóf sem kominn er í sauðarklæðum kyrkj-
unnar til að stela mannorðinu af miklum
mann, síigunni frá lieilli þjóð, og frá fá-
tækri og munaðarlausri konu hennar einka-
yndi, bónda hennar sálarfriði, æru og lífí.
Scg mér, frómi og heilagi munkur, hverja
refsing á slíkur þjóf'ur skilið ? Yæri Am-
márfoss of djúpur fyrir iíkama hans og sá
eilífi eldur of heitur fyrir sálu hans ?”
Jesúitinn leit óvart til gluggans því
úti fyrir lionum dundi fiill hins volduga
foss æði ömurlega um miðja vetrarnóttina.
“Svei!” sagði Lúsía og glotti lbeisk-
lega, “þú ert smeikur við mig, þött þú ráð-
ir yfír ríkjum og samvizkum. Þú ert
hræddur um, að undir þéssum konuklæðn-
aði leynist karlmannsarmleggur, sem gæti
hent þér út í fossiðuna. Vertu rólegur,
ég er eintóm kona og herst með kvenna
vopnum. Líttu á—út um gluggann kasta
ég þér ekki, ég læt mér nægja að hyrgja
þig hak við loku og lás. Skjálfa máttu,
munkur, því ég veit hver þú ert. Hún
Lúsía Grótthúsen hefír fylgt þér fet fyrir
fet. Þú ert svikinn, og það er hún sem
liofir svikið þig.”
“Svikinn I” át Jesúítinn eftir ; hann
skildi glögt hvað það orð þýddi. Á þess-
um heiftartlmum, þegar tvenn trúarhrögð
börðust um ríki og samvizkur, þegar svik-
ræði jesúítanna höfðu kynt sem mestan
hatursloga meðal Svíanna, hefði hverjum
félaga þeirrar reglu, sem náðst hefði dular-
húinn innan takmarka ríkisins, verið hráð-
ur hani búinn. En háskinn sem yfir vofði
setti óðara fulla stælingu í skap þessa skað-
væna manns.
“Svikinn af þér, dóttir góð!” sagði
hann aftur og slepti niður liöndunum og
yfir andlit lians flaug efasemdasvipur og
mild gremja. “Nei, það er ómögulegt.”
Lúsía starði á hann með hatri og grun-
serni.
77
“Eg þín dóttir!” æpti hún og hratt
munkinum með viðhjóði frá sér. “Lygin
er dóttir þln og lymskan móðir þín, þær
eru þér nákomnastar.”
“Lúsía Grótthúsen,” sagði Jesúítinn
og var þá hinn blíðasti, “þegar þú varst
harn og fylgdir föður þinum, Arnoldi
Grótthúsen, sem rekinn var úr iandi með
Sigmundi konungi, þá har þig einn dag á
flótta þínum og vonarvöl, að litlu koti. Þér
var synjað gistingar og hótað að framselja
þig. Þá sá þitt barnsauga úti í skoti í kof'-
anum dálitia Maríumynd, leifar fyrri daga,
vanheigaða eins og leiksmíði f'yrir smá-
pilta. Þú tókst myndina, kystir hana,
réttir hana að hinu harðbrjóstaða heimilis-
fólki, og sagðir: Lítið á, hérna er hún
María mey, hún hjálpar okkur!”
“Nú, nú, og hvað svo ?” sagði Lúsía
með mildari málrómi en hún vildi kannast
við.
“Þitt barnslega trúartraust—nei, hvað
ég vildi segja, hin lieilaga jómfrú iirærði
kotungana, Þeir gáfu þér húsaskjól, þeir
komu þér undan. Og meira en það, þeir
gáfu þér myndina, sem þú síðan áttoghef-
ir geymt sem vcrndargoð, og þarna hang-
ir hún enn þá á veggnum. Það sem þú
sagðir þá, það segi ég nú: Lítið á, hér er
María mey, hún hjálpar mér.”
Lúsía reyndi að lirinda viðkvæmninni
fi'á sér, en gat ekki. IJún heit á vrörina og
svaraði engu.
“Þú liefír rött,” hélt munkurinn áfram
og vissi hvað hann fór, “ég er kaþóiskur
eins og þú, ofsóttur eins og þú; sæi menn í
gegnum minn dularbúning, yrði það minn
hani. Líf mitt er í þinni hendi; seg til
mín, ég flý ekki; ég dey fyrir trú mína og
fyrirgef þér, sem veldur dauða mínum.”
“Fiý- héðan,” sagði Lúsía hálf sigruð.
“Eg gef þér frest til morguns; en þó mcð
því skilyrði, að þú sjáir mann minn aldrei
framar.”
“Nú vei,” svaraði Jesúítinn rauna-
mæddur, “ég fiý, en ég eftirskil hér minn