Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 1

Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 1
Olclin. Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter. IY., 8. Winnipeg, Man. Ágúst 1896. JÖRUNDUR. BFTIR ÞORSTEIN ERLINGSSON. Þið munið liann Jörund. Hann sigldi yfir sjá í seglunum kyljan var góð. Ilann hugsaði um ekkert, en horfði út á lá og hokinn við sigluna stóð. Þá vatt sér úr ægi mitt fannhvíta Frón með fjöllin sín bliivandi hrein. Það þótti’ honum Jörundi svipmikil sjón, því sólin á jöklana skein. Og beint í það háfjalla skínandi skaut rann skeiðin í dansandi byr. En kynlegur hrollur um hrygg lionum þaut sem hafði ekki komið þar fyr; og höndina Jörundur hugsandi bar að hjarta sér þar sem hann stóð, og fann undir treyjunni fossaði þai hið forndanska sækónga blóð. Ilve oft hafði’ hann dreymt að hann svifi yfir sjá og sædrottning rétti’ honum arm ; nú sat hún þar skínandi öldunum á með ósnortinn, mjallhvítanu b;ym. Hann þerraði af augunum þakklætis tár, því það sá hann Jörundur strax, að hans hafði’ hún beðið þar öll þessi ár, og ált ti! þess hamingju dags. Nú hét hann á þegna svo þrumdi við skeið, þá þrífur hann stjórnvöl í mund og stýrir af hafinu stórskipa leið og stefnir á Engeyarsund. “Ó, heill sé þér, Fiiðrik, nú held ég að strönd, því liérna cr nú kóngsrikið mitt; sá dregur ei Bretanum dýrgrip úr hönd, sem drottinn gaf höfuðið þitt.” í Reykjavík brá þeim, þar brunaði inn skip, og báti hratt maður á sand ; þeir fundu það á sé’’, sem sáu þann svip, að sækóngur steig nú á land. Ilann lallaði þangað sem lykillinn héklc, og landssjóðinn óðara fann ; og Jörundur sjóli að sumbli þá gekk er sólin af Nesjunum rann. En aumingja þegnarnir byrgðu sinn bæ og biðu þess rúmunum í að teikn yrði á himni, á sól eða sæ; og sofnuðu loksins frá því. Svo vakti þá lífvarðarlúðursins org, en litið var náttúran breytt: því vorsólin glampaði á götur og torg og gerði ekld Jörundi neitt. Hann þeytti nú gjörvöllu glysinu braut og greifa sem etstur þar sat; því mannanna aðals og ættgöfgis skraut hann aðeins af frámgöngu mat. Hann trúði ekki á ait það, sem uppskrifað stóð, í ættfrœðum þar eða hér; liann vissi hve hollvina og húskalla blóð oft hættulegt kalleggnum c •. Af dýflissu landsins hann hjarirnar hjó, þv'i hurðin var gömul og voik ;

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.