Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 8
120
ÖLDIN.
spölkorn til hressingar, og að loknum mið-
dagsverði situr hann í tvo eða þrjá klukku-
tíma inni á veitingahúsi í Kristjarúu með
daghlað í höndum og bjórkollu á borði.
Undraverða augað.
eftir
Camille Flammarion.
[í “Cosmopolitan,” Sept. ’96.]
Það er eftirtektaverður fundur, sem
rétt í þessu heíir verið settur í stjörnuskoð-
unarbyggingunni í París. Það var ákveðið
árið 1887, að taka ijósmyndir af hinu
stjörnumkrýnda himinhvolfi og að það
skyldi alþjóða fyrirtæki. Þessi fundur
stjörnufræðinga er til orðinn í þeim til-
gangi, áð ræða um framkvæmdir í þessa
átt og fullgera það sem óklárt er enn í því
sambandi. í þessu skyni eru nú staddir í
París sextíu erlendir stjörnufræðingar, er
sitja á fundi með níu frönskum stjörnu-
fræðingum. Á þessum fundi, sem á að
standa yfir í viku, verður meðal annars
rætt um árangurinn af ijósmyndagerðinni
sem þegar hefir verið reynd, og um það,
á hvern hátt að heppilegast verði að fram-
kvæma, svo að gagni komi, þetta fyrir-
hugaða stórvirki.
Þegar Hipparchus* fyrir tvö þúsund
árum sfðan gaf fræðimönnunum hina fyrstu
skrá yfir sfjörnurnar í hinu bláa hvolfi,
urðu samtíðamenn hans sem steini lostnir.
Jafnvel Pliny sagði það fífldirfsku fyrir-
tæki, og það enda “fyrir guð sjálfan.” í
þessari skrá stjörnufræðingsins í Rhodes
voru taldar alls eitt þúsund tuttugu og
tvær stjörnur. Skrá vor nú þar á móti
telur yfir eina miljón af stjörnum. Og nú
er verið að búa til tvo stjörnuuppdrætti, er
*) Nafnfrægur grískur stjörnufræðingur,
uppi á 2. öld fyrir Krist. Iiilstj,
sýna: hinn fyrri háifa þriðju miljón og
hinn síðari þrjátíu miijónir stjarna.
Verki þessu heflr verið skift niður á
sextán stjörnuturna, á ýmsum stöðum um-
hverfis hnöttinn, og á hverjum þeirra á að
búa til mörg hundruð myndir á skífum.
Það má gera áætlun um hve þetta verk er
vandasamt af því, að almennar ijósmyndir
eru nú teknar á glerið á sem maður segir
augnabliki, — á litlu broti úr sekúndu, en
við þessa myndagerð þarf alt að klukku-
stund til að fá greinilega mynd á skífuna,
af sumum himintunglunum. Elleíu þús-
und tuttugu og sjö þessar skífur þurfa áð-
ur en fengin verður mynd at öllum hinum
bláa geim. Hver skífa er sextán centi-
metrar (um i'.J- þuml.) að þvermáli, og á
hverri skífu verður mynd af hvelfingunni
ígildi tveggja mælistiga á hvern veg.
Þegar búið verður að færa myndirnar af
öllum skífunum í einn samanhangandi
uppdrátt, verður hann, ef hnattmyndaður,
nálægt 70 fet að ummáli. Vélarnar sem
myndirnar verða teknar með verða allar
eins, svo að þar munar engu, verða hver-
vetna það sem kallað er equatorials, þ. e.,
kikirar sem vita upp og ofan og sem hreyfa
má að vild sinni, er menn fylgja stjörnu,
eða leita hennar í geimnum. Gleriðíþeim
enda kíkiranna, sem upp veit, (sem fjær
manni er) verður rétt um tólf þumlungar
(30 og 3 hundruðustu úr meter) að þvermáli
og kíkirinn sjálfur um 11 fet (þrír metrar
og fjörutíu og þrír hundruðustu) á lengd.
Athugum nú lftillcga þetta fyrirsetta
verk, — að taka himinhvolfið til umráða
með Ijósmyndavélum, þessu nýja auga,
undraverðara jafnvei en er hið dásamlega
auga mannsins.
Það er öllum kunnugt, að fyrir ofan
sjöttu stærð, eru stjörnurnar ósýnilegar
með nöktum augum. Það ennfremur cr
öllum kunnugt, að orðið “stærð,” hefir þýð-
ingu að eins til að gera skiljanlegan mis-
mun á því sem manni virðist mismunandi