Öldin - 01.08.1896, Síða 16
128
ÖLDIN.
llvað langt plógfarið var, eða hvað lhinn
hesturinn var, hann hélt áfram til þess 20
plógför voru húin. Þetta var svo föst regla
hestsins, að hóndi þurfti ekki annað en
telja hvíldarstundir hestsins á deginum til
að vita hvað mörg plógför hann hafði gert.
— í öðru þorpi var hestur sem mældi
vegalengdina sem hann fór með tölu míiu-
póstanna (eiginlega “verst”-póstanna) og
sem vissi hvað framorðið var, þegar hann
heyrði þorpskiukkuna slá.
Doktorinn var einu sinni á ferð á milli
hæjanna, þegar hesturinn alt í einu stans-
aði, — hjá tuttugasta og öðrum verst-póst-
inum (eftir tæpa 15 mílna ferð) og fór þá
þjónninn ofan úr vagninum og gaf honum
hnefa af höfrum. Sagði liann þá doktorn-
um, að hesturinn væri vanur að hvíla sig
þannig, eftir 25 versta ferð, en að hann í
þetta skifti hefði vilst á póstunum meðfram
veginum. Hann hafði farið fram hjá þeim
25, en þrír af þeim voru landamerkja-
póstar, — sýndu takmörkin á stjórnar-
skóginum í grendinni. Og þessir póstar
voru svo líkir verst-póstunum, að það var
afsakandi þó hesturinn gæti eltki greint
mismuninn. Þegar þessi hestur var heima
var honum æfinlega gefið fóður kl. 12 á
hádegi, og doktorinn sjálfur tók eftir því,
að þegar leið á morguninn, bretti hann
upp eyrun og hlustaði með athygli, er
klukkan í kyrkjuturninum sló stundarslög-
in. Efslögin voru færri en tólf, varð hest-
urinn niðurlútur og fýlulegur, en þegar hún
sló tólf, færðist fjör og líf í hann allan, —
var þá allur á iði þangað til hafraskamtur-
inn og læyið kom.”
Eld=verja.
Einn af yfirmönnunum í slökkviliðinu
í Boston, hefir að sögn fundið upp nýtt ráð
til að verja stórbyggingar í borgum fyrir
eldi, sem upp heíir komið í nágrenninu.
Uppfindingin er fölgin i því, að v atnið er
leitt, eins og nú er gert, eftir teigleðurs-
pípum upp á þekjuna. Þaðan er því veitt
í rennu á efsta vegglaginu og úr henni er
það látið buna út um fjölda margar mjóar
pípur. Um leið og það losnar úr aðhaldinu
þenst það út, bogar nokkur íet í íoft upp
og breiöir sig svo eins og hvít siæoa niður
með veggnum. Pípu-opin eru svo mörg
og svo þétt, að bunurnar renna saman í
einn óslitinn foss, fá fet, enda fáa þunml-
unga fyrir neðan þakbrúnina. Þessi foss,
sem gufu-dælan ein ræður hvað er vatns-
mikill, hylur bygginguna gersamlega og
myndar algerlega ókleyfan þrepskjöld fyr
ir bálið sem geysar í kring. Hversu voldug
sem hún kann að vera, kafnar eldstrokan í
vatnsfaldinum, sem umhvenir alla bygg-
inguna. Eldsábyrgðarfélögin hafa þegar
gefið þessu gaum og allir sem vit hafa á og
sein skoðað hafa útbúnaðinn og séð tilraun-
ir uppíinnarans, segja efalaust, að elds-
ábyrgðargjald í stórbæjum mundi stórum
rýrnu, væri þessi uppíinding notuð, eins
og sýnt þykir að megi nota liana.
Hinn sí-vaxandi fjöldi fjall-hárra
bygginga, er umhverfa strætunum í loft-
lausa gilskoru, nema þegar gola nær að
standa eflir gilinu, veldur því, að góður
eins ogslökvúliðs-útbúnaðurinn er nú, reyn-
ist hann rétt æfinlega ónógur, þegar eldur
kemur upp í þessum risabyggingum.
Byggingaklasinn umhverfls heldur eldin-
um og hitanum í þessari aðþrengdu kró og
þar verðnr hitinn óþolandi,— meiri miklu
en svo, að þar só nokkrum manni vært.
Innan stundar teygir ein eldtungan sig á
fætur annari yflr strætið og fyvri cn við
verður gert er önnur og þriðja storbygg-
ingin í báli. — Mcð þessari uppfindingu,
þessum vatns-feldi til að verja bygging-
una í, þykir ómögulegt að eidurinn geti
læst sig yflr strætið.
K F N I: Þorsteinn Eri.ingsson: Jöruudur
(Kvædi). — Mrs. TwaEDiE: Honrilc
Ibsen.— Cajiille Flammarion: Undra-
veréa auaað. —Silki úr tró.—Iteiknings-
fræði dýranna.—Eld-vei ja.
Rit.stjóri : Eggbrt Jóhannsson-.
Heimskringla Prtg. & Publ. Co.