Öldin - 01.08.1896, Síða 9

Öldin - 01.08.1896, Síða 9
ÖLDIN. 121 birta stjarnanna. Þær á fyrstu stærð eru bjartastar (af 'því þær eru næstar); þær á annari stærð ögr daufari; þær á þriðju enn daufari, og svo koll af kolli. Á sjöttu stærð eru þær svo daufar, að menn að eins geta greint þær. Fylgjandi upptalning sýnir það sem þykir líkleg (sennileg) tala stjarnanna á hverri sérstakri stærð, að meðtöldum þeim á 14. stærðinni: Stærð. Tala. Stærð. Tala. 1 20 8. . . .... 40,000 2 59 9.... . . . . 120,000 3 10.... 4 530 11.... . . 1,000,000 5 12 .. 3,000,000 6 . .. 4.800 13.... .. 9,000,000 7 . . 13,000 14 . 27,000,000 Allar þessar stjörnur eru sýnilegar með kíkirunum, sem viðhafðir eru í stjörnuturn- um nútíðarinnar. Og af þessari upptaln- ingu sjáum vér, að þær eru yflr fjörutíu miljónir talsins. Að hugsa sér að búa til skrá yflr allan þennan ógna stjörnufjölda, það væri mannlegu hyggjuviti ofvaxið. Villurnar setn fram hlytu að koma, bæði við athugunina á geimnum, og þegar ætti að fara- að skipa hverri einni rétt sæti og afstöðu á uppdrætti, yrðu svo margar, að það verk er allsendis ómögulegt. Og þó það væri gerlegt, þá er þess að gæta, að til þess gengi óteljandi árafjöldi og á þeim breyttu stjörnurnar sjálfar afstöðu sinni í geimnum. Því hver einstök er á ferðinni þó ferðhraði þeirra sé mismunandi. En með fótograftilfærum má gera þetta ósegj- anlega mikla þrekvirki á einni klukku- stund ! Með þessum tilfærum má fótógrafera stjörnurnar á fyrstu stærð á einum fimm- þúsundasta hluta úr einni sekúndu. Á hálfri sekúndu má ná mynd af smástjörn- unum, sem menn að eins geta groint með berum augum. En ekki nægja minna en þrettán mínútur til að ná mynd af stjörn- unum á fjórtándu stærð. Með því að halda skífunni, sem mynd- in er tekin A, nakinni, heila klukkustund, nær maður greinilegri mynd af öllum stjörnunum, að meðtöldum þoim á fjórtándu sfærð. Kemur myndin fram á skífunni sem díll, er að stærðinni til að öllu leyti samsvarar stærð stjörnunnar, eða birtu hennar og því, hvað lengi skífan heflr ver- ið að draga að sér myndina. Ef unt væri að taka þessar ellefu þús- und myndir, sem að framan er getið um, á einum degi eða á einni nóttu, þá væri verk- inu lokið og mynd fengin af öllu himin- livolflnu. En það liggur íaugum uppi, að ekkert þvílíkt ermögulegt. f hvorum einum hinna fyrtöldu 16 stjörnuturna á að taka tólf- hundruð myndir. Til þess að ná einni ein- ustu mynd, þarf að velja næturstund þeg- ar ekki er ský á lofti og engin móða er bvrgi nokkurn hluta himins innan sjón- deildarhringsins. Að fyrstu myndinni fenginni, er verkinu hvergi nærri lokið. Þá er eftir að gera varanlega mynd. Þá kemur og til að athuga með nákvæmni hverja sérstaka skífu og læra afstöðu og stærð hverrar sérstakrar stjörnu, svo ekki ruglist þegar kemur til að setja saman skrána yflr stjörnurnar í fyrsta mynda- flokknum og sem verða um hálf þriðja mil- jón að tölu. Verk þetta, sem í raun og veru var liafið fyrir flmm árum síðan, verð- ur ekki fullgert íyrri en í fyrsta lagi um aldamótin, enda ekki langt þangað til. Takist það, verður það mikilsverð eign sem nítjánda öldin þar skilur eftir ókomn- um öldum scm erfðafé. Verður þar stigið fyrsta sporið til þess að leyst verði hiu mikla gáta um byggingarlag alheimsins í aðalatriðunum. Vér sjáum þannig af þessu, eins og annars svo fyllilega hefir verið sýnt með Röntgen-geislanum, að fótógrafían er í sannleika nýtt auga, auga sem hetir marg- falt skarpari sjón en vor líkamlegu augu.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.