Öldin - 01.08.1896, Page 4
ÖLDIN.
116
En Hákon lét vel yfir valdstjórnan lians
og víkkaði bólið sitt einn.
En margt þeim að Jörundar framgöngu
fanst
nú fieira. Og svo var það eitt:
Þó það bætti nokkuð að nafnið var danskt
var nefið samt lítið og breitt;
en kóngsnef var sjálfsagt á konungi lands,
hvað kom það svo tigninni við
þó allrahæst naut væru ættingjar hans
og óðir í sjöunda lið ?
tíem nærri má geta hver Nesjungur fann
að neyð voru Jörundar völd ;
þar hitnaði alt af, uns báleldur brann
og braust fit eitt skuggalegt kvöld ;
á Nesjunum ollum var engin sú kind
sem anda sinn drægi þá nótt,
og Keilir stóð gnæpur sem gengi að með
vind
og gat ekki soflð þá nótt.
Menn háðu þar málþing og hjöluðu nóg,
því hver vildi duga sem bezt;
en það er nú mælt nm þá suður með sjó
að samþyktir láti þeim verst.
Og öll þeirra bygging svo yndælis fríð
að endingu um sjálfa sig valt —
það fór nú til svona. Við flest er hér stríð,
og fáum sem lánað er alt.
En ræsir sat grafkyr í Reykjavík þá
og raðaði peðunum þar ;
liann velti þeim sumum og setti þau hjá,
en sumum hann náðngur var ;
og jómfrúrnar áttu þar þegjandi þóf,
með þrautum hver dagurinn leið,
uns skip sig einn morgun úr liafinu hóf,
á Hafnarfjörð rcndi sú skeið.
Þar glampaði á stríðsfána Stórbretalands
og stýrimann nefndu þeir Jón ;
og Nesjamenn þustu í hópum til hans
að harma sitt vesæla Frón.
Þeir kváðu þar Dönum nú frásnúið ílest
og fólkið til byltingar æst.
Eg inni’ ekki fleira, því öllum er bezt
að um það sé talað sem fæst.
Það njósnaðist bráðum um Nesin á laun
að nú yrði áð Jörundi hert,
og hvervetna þótti það hamingjuraun
og liraustlega ráðið og gert.
En skringilegt sýndist þeim skaparans ráð,
þeir skildu ekki hvernig það var,
því þessu var aldrei um Álftanes spáð
að ættjörðin frelsaðist þar.
Nú hallaði sumri og haustsvipur leið
á heiðar, á strendur og dal,
en sá var þó enginn sem æfinni kveið,
í íslenska konungsins sál.
Við holskeflur staupa var hetjunurn glatt,
svo haustnóttin varð ekki löng,
hvert kvöld var með dynjandi dansleikum
kvatt
og dillandi hirðmeyja söng.
Einn dag sat þar kóngurinn kátur við bjóð
og kapparnir aliir í hring,
og bektust í gamni við brosandi fljóð
sem báru þar glösin í kring.
Þá dundi við högg sem að hurðinni reið
svo hristist og nötraði gátt,
og berserkur einn þar í ómegin leið.
“Kom inn !” sagði Jörundur hátt.
Sem bitrasta nákul um bekkina fór :
Jón brezki í stofuna trað ;
svo hár eins og drángur og digrari en þjór
að döglingi gekk hann og kvað:
“I nafni míns konungs ég kem á þinn fund
að kalla. af' þér hauður og þjóð,
því Danskurinn þolir ei þessháttar und
þó þörf sé að taka’ honum blóð.”
“Eg nenni ekki að herma þeim hervirkj-
um frá
sem hér hafa ílekkað þinn veg;
en sæktu í Hafnarfjörð söguna þá,
þeir segja hana betur en ég.”
Svo mælti Jón brezki, og bætti því við :
“Þú býrð þig nú vona ég fljótt,
við finnustum seinna, en nú setjum við grið,
sá sáttmáli stendur í nótt.”
Hann Jörundur sjóli úr sætinu stóð
og sagði mcð bikar í hönd :
“Heill konungi Breta, og blessist hans þjóð,
en blómgist hans voldugu lönd.
Þinn hefðarsess, vinur, að hlið minni tak,
til heiðurs þér drekkum vér nú,
því aklrei var nolckur um aldnr sem rak
siít erindi betur en þú.”
Þá svaraði Bretinn “Minn sess lief óg átt
með siklingi öðrum á bekk.”
Svo kvaddi’ hann þar liðið á hermanna hútt