Öldin - 01.08.1896, Side 7
ÖLDIN.
119
Henrik Ibsen.
Eftir
Mrs. Tweedie.
Henrilc Ibsen cr í lægralagi meðal-
maður en holdugur og þrekinn. Ekki er
hann fríður maður, en skarplegur er liann
á svip og gáfulegur. Ennið ákaflega hátt
og breitt og höfuðið vel lagað; augun eru
mjög smá og tindrandi og liggja þau inn-
arlega undir stórum, kafioðnum brúnum.
Hann er stórmynntur og munnófríður.
Snjóhvítur er hann á hár og skegg, og er
hárið mikið og stift og stendur það beint
út í loftið og myndar það og hinn síði
skeggkragi, sem hann lætur spretta undir
kjálkunum, og sem tegir sig mjallahvltur
ofan á bringuna, eins og umgjörð uin
andlitið.
Ibsen er, eins og vinur hans, Björn-
stjerne, ákaíiega nærsýnn og er því ætíð
með gleraugu.
Hann er ræðinn, viðfeldinn i tali og
síbrosandi.
I öllum hreyfingum er hann seinn og
þunglamalegur. Hann talar þýzku vel en
mjög seint. Hann er af þýzkum kominn
og heldur mikið upp á Þjóðverja, þó hann
telji Norveg hið fegursta land í heimi.
Til Englands hefir hann aldrei komið
og mun líklega aldrei þangað koma. Hann
talar ekki ensku og án hennar þykist hann
elcki geta skyggnst inn í liugi og hjörtu
enskumælandi manna. Ilaun segir samt
að sér inundi þykja mjög mikið gaman að
koma til Englands. “Vcgna þeis”, scgir
hann, “að Englendingar og bókmentir
þeirra geðjast mér einhvern vegin svo
undailega vel. Og þætti mér mikils vert
að sjá ylckar öldnu skörunga. Það veg-
legasta sem unnið hefir verið í ýmsum
iöndum, það hafa hinir hyggnu og rosknu
menn unnið, menn um fertugt og fimtugt.
Hin ágætustu verk á Englandi, eru þó verk
mikið eldri manna, því þar eru sjötugir og
áttræðir menn, sem væru þeir í broddi lifs-
ins. líg hefði mikla ánægju af að sja slíka
menn sem Gladstone, Salisbury og Herbert
Spencer.
Ibsen er tilhaldssamur og stærilátur
eins og gömul piparmey. 0g þá er nú
líka reglusemin: Alt skal ætíð vera á
sínum vanalega stað. Handrit hans sam-
anbrotin og bundin í knyppi, hvert knyppi
á vissum stað.
Ibsen ritar skýra og góða liönd. Hann
fer að því, eins og öðru, ekki óðslega, því
í tvö ár er hann að skrifa sama leikinn og
breytir liann honum svo frá því uppruna-
lega, að þar er engin lína að lokum eins og
hún fyrst var rituð. Borgarlífs galsinn og
glaumurinn heftr engin áhrif á Ibsen,
Karl játar að hann só orðinn latur, og seg-
ist vera hættur að lesa utan bók og bók
einstöku sinnum, og svo blöðin.
Hjá blekbyttunni á skrifborði Ibsens,
stendur dálítill bakki og á honum stendur
ofurlítill björn úr tré, við lilið hans stendur
svartur smápúki og heldur á eldspýtu, þar
útí frá eru kanínur og kettir úr málmi og
loikur einn lcötturinn á fiðlu. Eitt sinn
var Ibsen spurður að, hvað þetta ætti að
þýða, og svaraði hann: “An þess arna
hörna á borðinu fyrir framan mig, skrifaði
ög ekki eina einustu línu af leikjum mínum.
líg gæti það ekki. Það má virðast undar-
legt, en sem sagt, þá er þessu svona varið;
en hvcrntg á því stendur, það er nú leynd-
armál”, sag'ði hann og hló. Skrifstofa lians
cr eyðilcgt og autt herbergi. Þar eru eng-
ar myndir eða neitt stofuskraut. Aftur er
framstofan og borðstofan skreyttar og
praktuglegar og þaktar í myndum, sem
Ibsen hvað flytja með sér þegar hann er í
ferðalagi.
Nú liflr Ibsen í lcyrð og spekt og skift-
ir sér ekkert af pólitik. Hann skrifar
stutta stund á morgnana, 1 gengur sér svo