Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 5

Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 5
ÖLDIN. 117 og hljóður frá borðinu gekk, Þá hrópaði milding&r: “Mæða’ er það Jón, að missa þig burtu svo fljótt, ég hélt að þfi gerðir þá gestrisnisbón að gleðja þig nieð oss í nótt. “Þð intir með röggsemi erindi þín og eins skaltu heyra mitt svar : Á Englandi drekk ég með ánægju vín, því ekki er það lakara þar, og ei mun hún skelfa mig sjóferðin sú, því siglt hef ég fyr vfir lá; en fyrst þér er bagi að bíða mín nú á Bretlandi finnumst við þá.” Jón breski var genginn ; þá glumdu við staup og glaðværðin sölunum frá. Það voru ekki dreggjar sem dögglingur saup og drengir hans, nóttina þá. Þeir undu þar sælir við kvæðanna klið og kvennaugun bládjúp og hrein, og sjampaní-fiöskurnar sátu þcir við uns sólin á Esjuna skein. Þá mælti það stillir með staupið í mund: “Nú styttist hún, kóngstignin mín, en svona hef ég kosið þá síðustu stund er sólin á ríki rnitt skín. Eg man ykkur drengir, ég man ykkar frægð, það minni hér síðast ég drckk.” Hann saup það að botni og síðan í hægð að svefnstofu dyrunum gekk. Þar vék hann sér inn, og að afviknumkrók og upp sínum fataskáp lauk, og farmanna treyju þar forniega tók og fiðrið af börmuuim strauk. Svo lagði’ hann þar af sér sinn kónglega kjól, og kvennfólkið sá inn um gat að öðling var horfinn, en eftir á stól þar óbreyttur Jörundur sat. Ég hæði ekki, drottinn, þitt veglega verk, en vel gat það orðið til mcins að valdsmann og böðul og kotung og klerk og kónginn þú skapaðir eins. Því ef að úr buxunum fógetinn fer og frakkanum, svolitla stund þá má ekki greina h ver maðurinn er.— Ó, mikið er skraddarans pund! En þögn varð i salnum er sjóli kom inn ; þá segir liann Jörundur skjótt: “Þeim mun ekki bregða við búninginn minn í blásölum llánar í nótt. í kvökl þegar húmar, við hnígandi sól með hafmevjmn gcng ég í dans, en Ægi finst lítið um liddur í kjól og léttfættu dætrunum hans. Ef þú hefir sumarkvöld veiið í Vík þá veit ég hvað hugur þinn fann : Þér sýndist hún fögur, þér sýndist hún rík er sólin við jökulinn rann. Frá ströndinni hefir þig hafmeyjan fært sem hlægjandi faðminn þér gaf, og lengra og lengra þér vaggaði vært hið volduga, töfrandi haf. Og svona var kvöldið, svo heiðríkt og hlýtt, og höf'nin var rennslétt og blá, oggeislarnir höfðu cins og gullindum hnýtt um gnoð er þar seglbúin lá. Það var eins og Rán væri að rétta’ henni hönd við rennandi kvöld-ólar skin, og andvarinn hvíslaði: ýttu frá strönd, þar áttu þinn tryggasta vin. Og eyjar og strendur og himinsins hvel þar höfnin í faðininum bar. Slíkt mála menn einatt, og ágæta vel, en Ægir er snjallastur þar. I logninu fuglinn um fjörurnar þaut og flögraði um engjar og tún ; hann veitti þar eyjunum unað og skraut, og Ólafi Stephensen dún. En hins vegar boigin við höfnina stóð og hátíða klæðin sín bar, á danskan, á enskan, á íslenskan móð, og yndæl og fáséð hún var. Húu bar nokkuð drembin sinn Dannebrogs- liatt, og dálítinn umskiftings keim, en ánægja var það, það segi ég satt, að sji hana í búningnum þeim. En kynlcgt var eitt um svo kyrlátan bæ: þar kvikaði ótrúleg mergð, og auðséð var fljótt á þeim ólgandi sæ að eitthvað var mikið á f'erð. Það var eins og heilsaði annari öld mitt aumingja kúgaða land og ætlaði að slífa þar af sér í kvöld sitt eldgamla hörmunga band.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.