Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 13

Öldin - 01.08.1896, Blaðsíða 13
ÖLDIN. 125 og eru þar upp komnar stórar verksmiðjur til að vinna þetta. “Ný-silki þetta iiefir nú þegar n&ð miklu áliti og félag & Englandi hefir ákveð- ið að stofnsetja silkigerðar hús í Lancashire skamt frá Manchester á Englandi, þar sem unnið verður silki úr tré. Þetta afréði fé- lagið eftir að hafa gaumgæfilega athugað verkstæði þessi og vinnuvélar á Frakk- landi. í fyrstu ætlar þetta enska félag að eins að spinna silkiþráðinn en ekki vefa silkið, — ætlar að selja ákveðnum félögum þráðinn, er nú þegar hafa vcfstóla, sem nota má við vefnaðinn. “Tijá-silki þetta, eftir að það er ofið, lítur út að heita má öldungis eins og ekta silki. Eini munurinn er sagður sá, að trjá- silkið hefir meiri gljáa. Það er sagt að það taki lit betur en ekta silki, litist fljót- ara og haldi litnum betur. Er það eigin- leiki, sem ekki var búizt við. “Það er að nokkru leyti leyndardómur enn, hvernig trjáviðurinn er meðhöndlaður í fyrstu. Þó er það vist að liann er mur- inn og malaður á líka hátt og þegar verið er að umhverfa honum í pappírs-efni. Yið þessa mölun eru liinar taugkendu tæjur í trénu gersamlega murðar og gerðar að engu. Lítur viðurinn út öldungis eins og þykk og límkend leðja þegar lokið er möl- uninni. Þegar möluninni er lokið er mauk þetta iátið í sívalninga mikla eða hola möndla, sem tengdireru við pípur, sem aftur eru lagðarað spunahjólunum. Kranar marg ir úr málmi eru á pípunum, en frcmst á hverjum krana er glerpípa með ótal örsmá- um götum á og út um þessi litlu göt þrýst- ist svo með jöfnum straum hið límkenda efni alt,—silki-efnið úr hinu malaða tré, en þrýsti-loft í sívalningunum er hagnýtt til knýja maukið eftir pípnnum og límið úr því út um holurnar á liinum glertyptu mílmkrönuœ. Þegar þessi límkendi vökvi þ ý,t'st út um götin, lítur hann út eins og orsraáar agnir eða bólur og er svo lím- kendur, að snerti maður eina bóluna með berum fingri, loðir hún við hörundið, eða nokkur hluti hennar, og er svo seigjumikil að teygja má og gera úr henni hárfínan þráð. Og það er líka gert. Spunavélin er látin ná haldi á hverri einni þessari litlu bólu, er þegar er umhverft í þráð og hann teygður áfram eftir vélinni og að lyktum undinn upp á spólur. Þráðinn má hafa svo finann og grófan sem vill. Er það gert með því að sameina straumana úr tveimur eða fleiri götum á krananum, þegar í spuna vélina kemur. Svo framarlega sem jafn- mikið af mauki er alt af í möndlinum og pípunum, á meðan vélin gengur, er þráð- urinn að heita má laus við hóla og blá- þræði, — spinst þá sem næst jafnsléttur frá upphafi til enda. “Þessir glertyptu kranar eru kallaðir “gler silki-ormar'’, af því þeir eins og hinir rér.tu, lifandi silkiormar, gefa af sér óslitinn silkiþráð, altaf meðan nægtir eru af trjámaukinu í pipunum og möndlunum. í þessum verksmiðjum i Besancon eru tólf þúsundir þessara silkiorma, sem á hverj- um degi keppast við að umhverfa trjávið í silki. “Efnasamsetning er ekki hin sama í trjásilkinu og í því “náttúrlega,” rétta silki En hvað hald eða seigju snertir, er elni þess samt svo líkt, að því er haldið fram sem sannleika, að þetta nýja silki muni uppfylla allar kröfur öldungis cins og það silki, sem náttúrlegir silkiormar. framleiða. Við því er líka búist, að þessi fyrirhugaði trjásilki-spuni á Englandi hefji algei lega nýtt tímabil í sögu silki og lérefts-vefnaðar”. Fljótt álitið er þessi uppfinding máske æði ósennileg, en athugi maður málið bet- ur, kcmst maður að þeirri niðurstöðu, að svo sé ekki í i'aun réttri. Maður rek- ur sig sem sé á það, að alt sdlci er fengið úr trjám eða trjákendum jarðargróða. Silkiormurinn fær alt silkiefni sitt úr lauf-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.