Kvennablaðið - 07.05.1915, Síða 1

Kvennablaðið - 07.05.1915, Síða 1
KvonnabUðið koit ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendii 3 kr. [66cent vestan- hafs) •/• verðiini borgist fyrfram, en /• fyrir 16. júli. Uppiögn ikrifleg bundin við kra- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 21. ár. Reykavík, 7. Maí 1915. M. 3-4. Gullfoss kominn! Margir voru orðnir langeygir eftir »skip- inu okkar«, þótti það nokkuð lengi á leiðinni, að vera fullan hálfan mánuð milli íslands og Danmerkur. Og lítið urðu menn rólegri þótt þeir fréttu að það tefð- ist svona lengi í Leith. — Þess meiri varð gleðin, þegar Gullfoss sást loks líða hér inn fyrir eyjar, hægt og hátíðlega á föstu- dagsmorguninn 16. apríl í glaða sólskini, umkringdum af fánaskreyttum bátum, og boðinn velkominn hátt og i hljóði af þús- undum karla og kvenna, á öllum aldri. Blöðin hafa lýst því svo ýtarlega hvern- ig Reykjavík fagnaði þessu fyrsta íslenzka millilandaskipi, að óþarft er við það að bæta. Alt var á flugi og ferð, og bátarnir gengu allan daginn, troðfullir af fólki fram og aftur, sem voru að skoða skipið okkar. Jafnvel smádrengir, 6—7 ára gamlir, þurftu að fara um borð, til að skoða skipið sitt. Þeir áttu þar sjálfir hlut að máli. Höfðu lagt jafnvel heilan 25 króna hlut í fyrir- tækið og voru nú heldur roggnir. Stjórn Eimskipafél. bauð blaðamönnum til morgunverðar út á skipið morguninn eftir, og skyldu þeir einnig skoða það um leið. Var Kvbl. svo frægt að verða tekið með. Það er með óblandinni ánægju að menn skoða þetta fyrsta skip okkar. Það er alt svo vandað og haganlega útbúið. En sér- staklega bregður mönnum við að skoða 2. farrými, því þar er allramestur munur- inn frá því, sem við höfum átt að venjast á dönsku millilandaskipunum. Þar er ágætur lítill og þægilegur setusalur uppi, til að reykja í og spjalla saman. Niðri er góður borðsalur, og sérstakir góðir vel út búnir svefnklefar þar út frá, handa 3—4 hver, og nægilegt rúm fyrir handtöskur. 1 öllum herbergjunum er vatnspípa með köldu vatni, rafmagnsljósi o. frv. Sófi og borð er þar einnig, og það sem best er, gott loft og góð loftrás inn í herbergin. Munu margir nota þetta farrými, sem áð- ur hafa neyðst til að taka sér 1. farrými hjá því Sameinaða. í ræðunni, sem form. Eimskipafél. talaði fyrir blaðamönnum, mintist hann á hinar miklu vinsældir þessa fyrirtækis og kvað blaðamennina hafa aðallega hjálpað til þessara heppilegu undirtekta, sem án þeirra gætu varla hafa orðið svo almennar. Auðvitað er það gleðilegt tímanna tákn, að íslenska alþýðan hefir í þessu máli tekið höndum saman um þetta framtíðar- fyrirtæki, án þess að láta það koma við póltísku flokkadeilurnar, og skilið að hér var um eitt hið stærsta velferðarmál okk- ar að ræða. En allra gleðilegustu undir- tektirnar finst oss þær vera, að konurnar hafa hér tekið höndum saman við karl- mennina, nær því ótilkvaddar, og gert þetta stóra allsherjar mál að sínu eigin samhygðar- og áhugamáli. Og þær hafa gert enn þá betur. Þær hafa ekki ein- ungis gefið þessu fyrirtæki fjárframlög eftir efnum og ástæðum, heldur hafa þær gefið því kærleika sinn og innilegustu velfarn- anar óskir. Þær hafa með sínum lifandi áhuga og kærleika, vakið sama áhugann hjá börnum sinum, oft hafa þær tekið þeirra einustu aura, til að gera þau að hluthöfum, og í huga barnsins eru þá þessi skip þeirra eigin skip, sem þeim er áhugamál að farnist sem bezt. Á þenna hátt skapa íslensku konurnar lifvörð af börnum sínum um þetta fyrir-

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.