Kvennablaðið - 07.05.1915, Page 6
22
KVENNA.BLAÐ1Ð
réttur þjóðanna sé verndaður með lögum 1 stað
ofbeldis. Skynsamlegt að konurnar verði með-
ráðandi í því landi, fyrir hvert þær ala og upp-
ala hina nýju kynslóð.
Á þessu skelfinganna ári, er nú hefur hulið
sinn blóðuga hjúp í náttmyrkri liðna tímans,
hefur einn atburður orðið mér tákn framtíðar-
möguleikans.
í Rómaborg komu saman í októbermánuði
fulltrúar frá 55 ríkjum — þar á meðal frá öllum
ófriðarríkjunum — til þess að halda hinn alþjóð-
lega landbúnaðarvísindafund. Meðan jörðin
vökvaðist blóði, huldist líkum og tættist sundur
af sprcngikúlum, var það umhyggjan um móður-
næringuna, sem á ófriðartímunum sameinar
fulltrúana einnig frá ófriðarþjóðunum.
Sá dagur mun koma, er umhyggjan fyrir móður-
kölluninni á sama hátt saman safnar fulltrúum
alls mannkynsins. Eigi munu þá — frekar en nú
— stríð meðal þjóðanna, tálma friðsamlegri
samvinnu er stefna að því, að gefa þessum
tveimur miklu lífseflandi og lífsverndandi öflum
— móðurinni og jörðunni — sinn rétta stað í
tilverunni.
Of lengi hafa mæðurnar sætt sömu meðferð
og jörðin. Móðir jörð, sem átti að þola alt og
þó án afláts gefa. Langt er síðan mönnum skild-
ist það, að þetta er misskilningur að því er jörð-
ina snertir. Á meðan þolinmæði kvennanna
helst, fremja mennirnir hina sömu yfirsjón gagn-
vart þeim. En þessi ófriður leiðir óðfluga að
því að þolinmæði kvennanna þrjóti.
Konurnar — eins og jörðin — hafa styrjöld
eftir styrjöld notað krafta sína til þess að endur-
nýja það, er styrjöldin eyddi.
Það munu þær gera einnig nú. En ætli það
verði, eins og áður, án allrar umhugsunar? Eða
mun ei árið er leið, og það ár, er nú byrjar,
verða til þess að vekja þúsundir kvenna og
kenna þeim, að það er skylda þeirra gagnvart
fósturjörðinni, að krefjast réttar, til þess að ráða
að sínu leyti örlögum sinum og barna sinna.
Að karlmennirnir séu eigi einfærir um það. Þar
um ætti árið 1914 seint og um síðir að hafa sann-
fært — jafnvel karlmennina sjálfa.
Þegar konurnar hafa unnið rétt til þess að
ráða með í þjóðfélagsmálunum, mun hinn lifandi.
mannlegi máttur, sem nú í gengdarleysi er fórnað,
af svokallaðri stjórnarfarslegri nauðsyn, verða
talinn dýrasta eign hvers ríkis. Og fremsta hlut-
verk stjórnhyggindanna verður þá að vernda, efla
og göfga þennan mátt. Við það verður friðar-
hugmyndin vakandi og áhuga stjórnmálamann-
anna beint að því að leysa úr þrætunum á frið-
samlegan hátt í stað þess, sem nú, með vfgbún-
aðarsamkepni.
Þetta er sú eina framtíðarvon er eg get gert
mér. Og þessi von hvllir á engu öðru en áliti
mfnu á insta krafti kveneðlisins. Er ekki allri
móðurtilfinningu svo mjög storkað með þessum
ófriði, að það hlýtur að draga að þvf að konur
rísi upp ailar sem ein á móti ranglætinu. Vöxtur
og blómgan þjóðanna er sú von, er menn nú
fórna lífi sínu. Takmörk kvennana er hið sama,
«n hjá þeim verður vissan um það, að mann-
kynið verði að leita nýrri ráða til þess að ná
því raarki, æ öflugri og ákveðnaric.
Inga Ldra Ldrusdóttir.
(Fyrirl. haldinn í Kvenréttindafél. f Rvík.)
Danmörk lærir stiórnvizku af
íslandil
Það tákn tímanna hefir borið við að
allir stjórnmálaflokkar i Danmörku hafa
komið sér saman um nýtt Grundvallar-
lagafrumvarp, sem þeir eru ásáttir um
að láta ganga fram og gengið verði til
kosninga um, œsingalaust i vor. Vona
menn að það verði orðið að lögum 5.
júní næstkomandi sjálfan Grundvallar-
lagaafmælisdaginn. En það allra furðu-
legasta i þessu máli er það, að flokk-
arnir hafa allir tekið upp hinn nafnfræga
islen/.ka, stjórnvi/kulega búhnykk, að
veita ekki konum fullan kosningarrétt,
heldur smá skamta þeim hann úr hnefa
í 15 ár, þannig, að byrjað sé á þeim fer-
tugu og svo haldið ofan eftir þangað til
að 16 árum liðnum að allar 25 ára kon-
ur hafi fengið hann.
Auðvitað munu hinar dönsku systur
vorar eins og vér, verða fegnar að fá
þessum rétti þeirra slegnum föstum, held-
ur enn að verða að berjast um hann
með öllum ráðum um marga tugi ára
enn þá, og sjá þó engan árangur. En ilt
og broslegt er það þó, að sjá hvernig